16.09.2011
Íbúafundur um málefni aldraðra
Þann 19. september kl. 14:00 verður haldinn íbúafundur í Strandabyggð um málefni aldraðra. Eldri borgurum í Strandabyggð er boðið að mæta á fundinn sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík, en á honum verður farið yfir stöðu málaflokksins í sveitarfélaginu með það að markmiði að bæta það sem betur má fara. Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps stendur fyrir fundinum, en Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar mun einnig mæta á hann auk þess sem Inga Sigurðardóttir mun kynna félagsstarf aldraðra í sveitarfélaginu í vetur. Allir eldri borgarar í Strandabyggð eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn.



