Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

16.09.2011

Íbúafundur um málefni aldraðra

Þann 19. september kl. 14:00 verður haldinn íbúafundur í Strandabyggð um málefni aldraðra. Eldri borgurum í Strandabyggð er boðið að mæta á fundinn sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík, en á honum verður farið yfir stöðu málaflokksins í sveitarfélaginu með það að markmiði að bæta það sem betur má fara. Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps stendur fyrir fundinum, en Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar mun einnig mæta á hann auk þess sem Inga Sigurðardóttir mun kynna félagsstarf aldraðra í sveitarfélaginu í vetur. Allir eldri borgarar í Strandabyggð eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn. 
16.09.2011

Fundur 1188 í sveitarstjórn Strandabyggðar

Fundur 1188 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 þriðjudaginn 27. september 2011. Fundurinn hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins ver...
16.09.2011

Líf og fjör :)

 Komiði sæl Það er líf og fjör hjá okkur í 3. bekk. Á mánudaginn skelltum við okkur á leiksýningu Möguleikhússins Gýpugarnagaul. Sýningin fjallaði um hana Gýpu sem gleypir allt ...
16.09.2011

Leiksýning í félagsheimilinu :)

Kæru foreldraFjórða kennsluvikan gekk ljómandi vel, eins og við var að búast Vikan byrjaði frekar rólega hjá okkur. Á mánudeginum fórum við á leiksýninguna Gýpugarnagaul í félags...
16.09.2011

Söngstund, leiksýning og margt fleira

KæruforeldraFjórðakennsluvikan gekk ljómandi vel, eins og við var að búast J Vikanbyrjaði frekar rólega hjá okkur. Ámánudeginum fórum við á leiksýninguna Gýpugarnagaul í félags...
16.09.2011

Náttúrufræði 15. september

Í náttúrufræði vorum við að lesa um vatnið. Við vorum í mjög heimspekilegum hugmyndum um það hvað væri vatn. Komu margar skemmtilegar hugmyndir frá nemendum og sitt sýndist hverjum...
16.09.2011

Stærðfræði og náttúrufræði 12. - 16. sept. 2011

Þessa viku var 10. bekkur að undirbúa sig fyrir samræmt próf í stærðfræði. Reiknuðu þeir samræmda prófið frá því í fyrra og við fórum yfir það. Nemendur 9. bekkjar héldu áf...
16.09.2011

12-16 september 2011

Vikan hefur gengið mjög vel. Allir eru á fullu við vinnu sína og það er alltaf gaman í kennslustundum. Þessi vika byrjaði með látum því á mánudag var tjáning. Var unnið með lei...
14.09.2011

Jafnrétti fyrir alla!

Landsfundur jafnréttisnefnda á Íslandi var haldinn í Kópavogi dagana 9. - 10. september s.l. Var það jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs sem stóð fyrir landsfundinum að þessu sinni en boðið var upp á bæði fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Á landsfundinum kom fram að jafnréttisnefndir á Íslandi leggja ríka áherslu á jafnrétti einstaklinga óháð kyni, kynhneigð, uppruna, fötlun, aldri, trúarbrögðum eða öðrum flokkunum, auk þess sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að stofnanir og starfsstaðir sveitarfélaga séu til fyrirmyndar í þessum efnum. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar sat landsfundinn fyrir hönd Strandabyggðar. Á skrifstofu Strandabyggðar má skoða gögn sem dreift var til fundargesta.
14.09.2011

Minnum á viðtalstíma byggingarfulltrúa á morgun

Byggingarfulltrúi Strandabyggðar, Gísli Gunnlaugsson, verður með viðtalstíma á Hólmavík fimmtudaginn 15. september 2011 milli kl. 13:00 - 15:00 í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3.Fun...
14.09.2011

Göngum í skólann og fleira hressandi

Í dag, miðvikudaginn 14. september, verður farið af stað með Göngum í skólann verkefnið í Grunnskólanum á Hólmavík. Nemendur eru ásamt foreldrum/forráðamönnum hvattir til að ganga eða hjóla í skólann þar sem nemendur setja laufblað á bekkjartréð sitt. Þeir sem ganga eða hjóla setja græn laufblöð á trén og þeir sem koma á bíl setja brún laufblöð á trén. Nemendum sem ferðast með skólabíl er boðið upp á það fara út hjá gömlu sjoppunni og ganga þaðan í skólann og fá þá grænt laufblað. Einnig verður hægt að ganga af sér í frímínútum.

13.09.2011

Styrkur til eflingar menningarstarfsemi og menningartengdrar ferðaþjónustu

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
13.09.2011

Skjalavarsla á Ströndum og Reykhólahreppi

Nú stendur yfir námskeið um skjalavörslu á vegum Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ) í Félagsheimilinu á Hólmavík fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi. Á námskeiðinu er meðal annars verið að fara yfir afhendingarskyldu á gögnum og frágang skjalasafna. Sveitarfélögum og stofnunum þeirra ber skylda til að afhenda skjöl sín Þjóðskjalasafni Íslands ef þau eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni. Aðeins 22 sveitarfélög á Íslandi eru ekki aðilar að héraðsskjalasöfnum og eru sveitarfélögin á Ströndum og Reykhólahreppur meðal þeirra.
13.09.2011

Frásagnasafnið - samstarfsverkefni Þjóðfræðistofu, Grunnskólans á Hólmavík og Skaftfells

Þjóðfræðistofa er nú að fara af stað með nýtt verkefni sem ber heitið ,,Frásagnasafnið" og er hugmyndin að safna saman frásögnum allra íbúa sveitarfélagsins Strandabyggðar.   Söfnunin verður unnin jafnt og þétt næsta eina og hálfa árið.  Þjóðfræðistofa mun að mestu sjá um söfnunina en einnig munu nemar í Grunnskólanum á Hólmavík taka þátt.    Frásagnirnar verða teknar upp á myndband og er það í höndum hvers og eins íbúa að velja hvað hann leggur inn í söfnunina.   Um er að ræða fjölbreyttar svipmyndir sem saman lagðar gefa okkur eins konar sneiðmynd af samfélaginu okkar.
12.09.2011

Skúffukökur, kleinur og djús

 Sælir kæru foreldrarFyrsta vika skólaársins er liðin og gekk hún alveg ljómandi vel.Við notuðum þessa fyrstu kennsluviku í rólegheitarvinnu með áherslu á  vettvangsferðir. Fyrst...
11.09.2011

Kynningarfundum bekkja FRESTAÐ

Foreldrar - vinsamlega athugið!Kynningarfundum allra bekkja hefur verið frestað um tvær vikur. Kynningarfundirnir fara fram dagana 26. og 27. september nk. Auglýsing með nákvæmum tímasetni...
11.09.2011

Vettvangsferð og viðtöl

 Kæru foreldrarÍ síðustu viku héldum við áfram vinnu okkar um fjöruna og hafið. Við skoðuðum hvernig Hólmavík liggur við sjóinn og ræddum um það hvað það felur í sér að b?...
11.09.2011

Fjaran og hafið

 Komiði sæl Við í 3. bekk höfum átt notalega viku og unnið að skemmtilegum og lærdómsríkum verkefnum í vikunni. Mánudagurinn fór að miklu leyti í það að útskýra fyrir nemendum...
11.09.2011

Fyrsta vika skólaársins

 Kæru foreldrarFyrsta vika skólaársins hefur gengið ljómandi vel og ekki annað að sjá en að allir séu sælir og glaðir eftir gott sumarfrí og sáttir við að koma í skólann aftur :)...
09.09.2011

Það er leikur að læra :)

Kæru foreldraÞriðja kennsluvikan okkar gekk ljómandi vel. Við vorum aðvinna að fjölbreyttum verkefnum í vikunni.Á mánudeginum settu nemendur sér markmið fyrir vikuna,flestum tókst að...
08.09.2011

Starfsdagur og starfsmannagleði í Strandabyggð

Föstudaginn 30. september n.k. verður haldinn starfsdagur fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Strandabyggðar. Starfsdagurinn fer fram milli kl. 13:00 - 16:00 og verða stofnanir sveitarfélagsi...
08.09.2011

Leiksýningin Gýpugarnagaul

Foreldrafélög leikskóla og grunnskóla hér á Hólmavík ætla að bjóða nemendum okkar í 1.-6. bekk á leiksýninguna Gýpugarnagaul í félagsheimilinu mánudaginn 12. september kl. 9. N...
08.09.2011

Stærðfræði og náttúrufræði

Í stærðfræði eru nemendur komnir vel af stað með sitt námsefni. Nemendur í 9. bekk eru að verða búnir með kafla 1 og eru mjög samviskusamir við vinnu sína. Nemendur í 10. bekk hafa...
08.09.2011

5. - 8. september

Vikan hefur gengið mjög vel og allir eru jákvæðir, duglegir og samviskusamir. Það er að ganga vel með sameiningu bekkjanna og eru nemendur að blandast mjög vel. Í lífsleikni á mánuda...
08.09.2011

Ungmenni syngja fyrir eldri kynslóðina

Það er gaman að segja frá því að nemendur í 4., 5. og 6. bekk Grunnskólans á Hólmavík hafa að undanförnu verið að æfa lög og söngva með umsjónarkennurum sínum þeim Kolbeini S...
08.09.2011

7 tillögur í Sóknaráætlun Vestfjarða

Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík um síðustu helgi var fjallað um hvaða verkefni skyldi nefna sem mikilvæg framfaraskref sem taka þyrfti strax á næsta ári með stuðning ríkisvaldsins, í tengslum við Sóknaráætlun Vestfjarða. Sú áætlun er hluti af verkefni ríkisstjórnarinnar sem kallast Ísland 20/20. Fjármálaráðuneyti hafði sent tilmæli um að hver landshlutasamtök nefndu 5-7 verkefni sem leiddu til sóknar og framfara. Á þinginu var kosið á milli verkefna og þeim raðað í forgangsröð, en áður hafði farið fram forval í samvinnu við sveitarfélög og hagsmunaaðila á Vestfjörðum.
07.09.2011

Einbýlishús í eigu Strandabyggðar auglýst til leigu

Einbýlishús í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar að Skólabraut 18 er auglýst laust til tímabundinnar útleigu. Húsið er á sölu og er uppsagnarfrestur á leigusamningi 3 mánuðir.

Í húsinu sem er á einstökum stað eru 4-5 svefnherbergi, tvöföld stofa, eldhús, þvottahús, geymslur, baðherbergi og gestaklósett auk bílskúrs. Húsið er laust til útleigu nú þegar. Eignin leigist í núverandi ásigkomulagi. Leiguverð er kr. 96.406. Umsóknir skal senda með pósti merkt: Skrifstofa Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða senda umsókn í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. september 2011. Þeim umsækjendum sem þegar eiga umsóknir um leiguhúsnæði er bent á að endurnýja umsóknir sínar samkvæmt nýjum reglum, sjá hér að neðan.
06.09.2011

Réttað í Strandabyggð

Nú nálgast haustið og þar með styttist í leitir og réttir. Fyrstu réttardagarnir í Strandabyggð eru um næstu helgi, en þá verður réttað í Skeljavíkurrétt við Hólmavík á l...
06.09.2011

Starfsdagur þann 9. september

Athugið að á föstudaginn nk. 9. september er starfsdagur hér í Grunn- og Tónskólanum. Kennarar skólans munu sækja haustþing Kennarasambands Vestfjarða á Núpi í Dýrafirði og hluti a...
06.09.2011

Nöfn á rými og stofur skólans

Upp hefur komið sú skemmtilega hugmynd að velja nöfn á rými og stofur skólans. Vilji er til þess að velja nöfn tengd náttúrunni, kennileitum og örnefnum á og við Hólmavík. Umsjón...