Matur og nesti
Matseðlar eru sendir foreldrum og starfsfólki í gegnum mentor í grunnskóla og karellen í leikskóla.
Nesti
Nemendur taka með sér nesti til að borða í frímínútum kl 9:50. Skólinn býður einnig upp á ókeypis hafragraut í frímínútum. Eindregið er mælst til þess að nestið sé hollt og að sætindi og sykraðir drykkir séu ekki í nesti nemenda.
Hádegismatur
Öllum nemendum gefst kostur á að fá heitan mat í hádeginu en er einnig heimilt að hafa með sér nesti að heiman. Hádegisverður er framleiddur í eldhúsi félagsheimilisins af starfsmönnum mötuneytist skólans. Nemendur snæða hádegisverð í matsal grunnskólans.
Hressing í frístund
Hressing í frístund 1.-4. bekkjar er brauð og álegg og/eða ávextir.
Uppfært ágúst 2025