Íþrótta- og tómstundastyrkir
Strandabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 til 18 ára styrki vegna íþrótta- og frístundaiðkunar.
Meginmarkmið íþrótta- og frístundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu.
Upphæð styrks er ákveðin af tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd ár hvert og staðfest af sveitarstjórn Strandabyggðar.
Skrifstofa Strandabyggðar auglýsir eftir umsóknum á haustin og fara greiðslur fram fyrir lok október ár hvert.