Stjórnsýsla
Stjórnkerfi Strandabyggðar er skipað kjörnum fulltrúm. Sveitarstjórn er kosin á fjögurra ára fresti.

Erindi til Strandabyggðar eru ýmist send til sveitarstjórnarmanna til fullnaðarafgreiðslu eða þau lögð fyrir nefnd og ráð sem leggja til ákveðna afgreiðslu við sveitarstjórn.
Erindi sem send eru til Strandabyggðar eru móttekin af skrifstofustjóra og þjónustufulltrúa sem koma þeim áleiðis til afgreiðslu viðeigandi starfsmanna eða nefnda.
Æðsti yfirmaður sveitarfélagsins er sveitarstjóri sem ráðinn er af sveitarstjórn. Um stjórnsýslu Strandabyggðar gilda sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.
Við gerð nýrrar heimasíðu október 2025 þá var byrjað á að rita fundargerðir í One System og birtast þær á heimasíðunni. Eldri fundargerðir og fundargögn er hægt að nálgast inn á Vefsafni Landsbókasafns Íslands. Vefsafn.is. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Strandabyggðar og óska eftir að sjá eldri fundargerðir og fundargögn.