Fara í efni

Nýir íbúar

Strandabyggð tekur fagnandi á móti nýjum íbúum. Í sveitarfélaginu er líflegt og fjölskylduvænt samfélag umvafið stórbrotinni náttúru.

Hér eru helstu upplýsingar fyrir nýja íbúa í Strandabyggð eða fyrir þau sem hafa hug á að flytja í sveitarfélagið. 

Leikskóli

Strandabyggð starfrækir einn leikskóla, leikskólann Lækjarbrekku, og er hann staðsettur á Brunngötu 2 á Hólmavík. Hægt er að sækja um leikskólapláss hér

Grunnskóli

Í Strandabyggð er einn grunnskóli, Grunnskólinn á Hólmavík, og er hann staðsettur á Skólabraut 20-22. Nýskráning í grunnskólann fer fram í tölvupósti til skólastjóra - skolastjori@strandabyggd.is

Tónlistarskóli

Í Strandabyggð er einn tónlistarskóli. Tónlistarskólinn er staðsettur í Grunnskólanum á Hólmavík og fara tímar fram á skólatíma. Nýskráning í tónlistarskólann fer fram hjá skólastjóra - skolastjori@strandabyggd.is

Íþróttir

Íþróttamiðtöð Strandabyggðar er staðsett á Hólmavík og er þar fjölnota íþróttasalur, líkamsræktarstöðin Flosaból og sundlaug. Þar fer fram íþróttakennsla leik- og grunnskólabarna ásamt íþróttatímar hjá íþróttafélögunum UMF Geislinn og Skíðafélag Strandamanna. Þar fara einnig fram opnir tímar í sal og líkamsræktarstöðinni fyrir eldri borgara alla virka morgna. 

Nánari upplýsingar um íþróttastarf má finna hér. 

Styrkir til íþrótta- og frístundastarfs

Strandabyggð veitir foreldrum eða forráðamönnum styrk einu sinni á ári vegna íþrótta- og frístundastarfs barna að 18 ára aldri. Auglýst er að hausti þegar opið er fyrir umsóknir á heimasíðu sveitarfélagsins. 

Nánar um íþrótta- og frístundastyrk Strandabyggðar. 

Flutningur á lögheimili er tilkynntur rafrænt á vef Þjóðskrár og skal það gert innan sjö daga eftir flutninga. 

Ef flutt er til Íslands frá útlöndum þarf að mæta með löggild skilríki, í eigin persónu til Þjóðskrár í Reykjavík eða hjá næsta lögreglustjóra. Í Strandabyggð er þetta gert hjá afgreiðslu lögregluembættisins á Vestfjörðum, Skeiði 2, 510 Hólmavík.

Á heimasíðu Strandabyggðar er mikið af gagnlegum upplýsingum um þjónustu sem stendur íbúum til boða. 

Undir flokknum Þjónusta er að finna upplýsingar um íþróttir og ýmsa þjónustu tengt börnum, ungmennum, eldri borgurum og fleira. 

Undir flokknum Stjórnsýsla er að finna upplýsingar um samþykktir og reglur, gjaldskrár, umsóknir og eyðublöð, skipulagsmál og umhverfismál, þar á meðal upplýsingar um sorphirðu og flokkun

Undir flokknum Stjórnsýsla er að finna upplýsingar um skrifstofu Strandabyggðar, félagsþjónustuna og fleira. 

Undir flokknum Mannlíf er að finna upplýsingar um menningarstarf í Strandabyggð. 

Á forsíðunni undir laus störf eru birtar allar upplýsingar um störf í boði í sveitarfélaginu. 

Tilkynningar og fréttir frá sveitarfélaginu eru settar inn á fréttasíðu hér á vefnum og á Facebook síðu Strandabyggðar. 

Viðburðir sem fara fram í sveitarfélaginu eru skráðir í viðburðadagatal. Öllum er frjáls að senda inn upplýsingar um sína viðburði og verður það skráð í viðburðadagatalið.  

Á Facebook er mjög virk síða sem nýtist mikið sem upplýsinga- og sölusíða fyrir Hólmavík og nágrenni. Hún heitir einfaldlega Sölusíða Hólmavík og nágrenni :)