Leikskóli
Strandabyggð starfrækir einn leikskóla, leikskólann Lækjarbrekku, og er hann staðsettur á Brunngötu 2 á Hólmavík. Hægt er að sækja um leikskólapláss hér.
Grunnskóli
Í Strandabyggð er einn grunnskóli, Grunnskólinn á Hólmavík, og er hann staðsettur á Skólabraut 20-22. Nýskráning í grunnskólann fer fram í tölvupósti til skólastjóra - skolastjori@strandabyggd.is
Tónlistarskóli
Í Strandabyggð er einn tónlistarskóli. Tónlistarskólinn er staðsettur í Grunnskólanum á Hólmavík og fara tímar fram á skólatíma. Nýskráning í tónlistarskólann fer fram hjá skólastjóra - skolastjori@strandabyggd.is
Íþróttir
Íþróttamiðtöð Strandabyggðar er staðsett á Hólmavík og er þar fjölnota íþróttasalur, líkamsræktarstöðin Flosaból og sundlaug. Þar fer fram íþróttakennsla leik- og grunnskólabarna ásamt íþróttatímar hjá íþróttafélögunum UMF Geislinn og Skíðafélag Strandamanna. Þar fara einnig fram opnir tímar í sal og líkamsræktarstöðinni fyrir eldri borgara alla virka morgna.
Nánari upplýsingar um íþróttastarf má finna hér.
Styrkir til íþrótta- og frístundastarfs
Strandabyggð veitir foreldrum eða forráðamönnum styrk einu sinni á ári vegna íþrótta- og frístundastarfs barna að 18 ára aldri. Auglýst er að hausti þegar opið er fyrir umsóknir á heimasíðu sveitarfélagsins.
