Dreifnám
Dreifnám á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra er á Hólmavík. Kennarar FNV eru í kennslustofu en nemendur í stofu í Flugstöðinni á Hólmavík með starfsmanni FNV. Umsjónarmaður dreifnáms á Hólmavík er Henrike Stuehff.
Öll kennsla fer fram gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki og taka nemendur þátt í öllum helstu viðburðum og ferðalögum á vegum skólans. Nemendur í dreifnámi taka öll próf í heimabæjum.