Útivist
Strandabyggð er ríkt af mikilum náttúruauðlindum sem henta vel til göngu, hlaupa eða hjólreiða eða til almennra heilsubóta. Ýmsar göngu og hjólaleiðir eru að finna í Strandabyggð og eru margir möguleikar til útivistar.

Gönguleiðir
Kálfanes borgir - Borgirnar
Kálfanesborgir liggja fyrir ofan Hólmavík og eru líklegast ein vinsælasta gönguleið í Strandabyggð. Hægt er að fara nokkrar mismunandi leiðir upp eða niður borgirnar. Hægt er að fara upp/niður borgirnar við stóra vatnstankinn, við Íþróttamiðstöðina, hjá Hólmavíkurkirkjunni og við Stóru grund. Gönguslóðir er merktar og vel viðhaldið. Í vörðunni á efsta punkti gönguleiðarinnar er gestabók sem við hvetjum öll til að skrifa í.
Sjónvarpshæðin
Gönguleið upp Sjónvarpshæðina er einnig vinsæl og er hægt að halda þar áfram áleiðis að Þiðriksvallavatni. Til að komast að Sjónvarpshæðinni er gengið á gönguslóða meðfram fjörunni í átt að Skeljavíkurgrunum.
Skeljavíkurgrundir
Skeljavíkurgrundir eru staðsettar rétt utan við Hólmavík og er Golfklúbbur Hólmavíkur með níu hola golfvöll þar ásamt aðstöðuhúsi. Gönguslóði er frá Hólmavík meðfram fjörunni og endar á Skeljavíkurgrundum. Þar er einnig alhliða íþróttasvæði sem er notað undir fótboltaæfingar, frjálsar íþróttaæfingar og mótahald svo eitthvað sé nefnt.
Ós-hringurinn
Frá Kópnesbrautinni og inn að Stóru Grund er gönguleið sem leiðir inn að Ósi. Hægt er að fara hringinn og enda aftur á Hólmavík. Sá hringur er um 10 km langur.
Þjóðbrókargil
Gönguleið frá Gilsstöðum í Selárdal og upp með Þjóðbrókargili.
Yfirlit yfir gönguleiðir má sjá á kortasjá Strandabyggðar.
Veiði
Ýmsar ár eru í Strandabyggð sem eru gjöfullar til veiði. Má þar nefnda Víðidalsá, Miðdalsá, Staðará og Selá.