Söfn
Nokkur áhugaverð söfn eru að finna í Strandabyggð.

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði er byggðasamlag Húnaþings vestra, Héraðsnefndar Austur-Húnavatnssýslu og Hérðasnefndar Strandasýslu. Safnið hefur að geyma fjölbreytt úrval muna er tengjast sögu svæðisins þ.m.t. hákarlaveiðiskipið Ófeig og baðstofuna frá Syðsta-Hvammi.
Frekari upplýsingar um Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna má nálgast á heimasíðu safnsins Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Galdrasýning á Ströndum
Galdrasýning á Ströndum er eina sýningin á Íslandi sem fjallar um Galdrafárið, galdur og þjóðsögur honum tengdum. Þar er safnað saman fróðleik um sögu galdra á Íslandi og fórnarlömb brennualdarinnar. Galdrasýning á Ströndum samanstendur af tveimur sýningum, aðalsýningunni á Hólmavík og annarri í Bjarnafirði.
Frekari upplýsingar um Galdrasýningu á Ströndum má nálgast á heimasíðu safnsins Galdrasýning á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum er safn og menningarmiðstöð, til heimilis í Sævangi við Steingrímsfjörð. Fastasýning Sauðfjársetursins ber heitið Sauðfé og sveitafólk á Ströndum, en umfjöllunarefni hennar er sauðfjárbúskapur frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum.
Frekari upplýsingar um Sauðfjársetur á Ströndum má nálgast á heimasíðu safnsins Sauðfjársetur á Ströndum – Safn og menningarmiðstöð á vefnum!
Smíðahúsið Gallerí
Smíðahúsið gallerí er nýtt sýningarrými í litlu húsi í fjöruborðinu á norðanverúm tanganum á Hólmavík. Sumarið 2025 var sýning á verkum Páls Sólnes og spennandi að sjá hvaða sýning verður sumarið 2026. Smíðahúsið gallerí er eingöngu opið yfir sumartímann.
Frekari upplýsingar um Smíðahúsið Gallerí má nálgast á Facebook síðu safnsins Smíðahúsið Gallerí
Steinshús
Steinshús er safn og fræðimannasetur til minningar um skáldið Stein Steinarr. Steinhús er staðsett á Nauteyri í Strandabyggð. Sýningin var opnuð 15. ágúst 2015 og fjallar hún um helstu æviatriði Steins Steinarr upprunaskáldsins við Djúp.
Frekari upplýsingar um Steinshús má nálgast á heimasíðu safnsins Steinn Steinarr | Skáldasetur
Snjáfjallasetur
Snjáfjallasetur er staðsett í Dalbæ á Snæfjallaströnd og er setrinu ætlað að safna, skrá og varðveita sagnir, kveðskap, myndir, muni og ýmis gögn sem tengjast sögu byggðar í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum og standa að sýningarhaldi, útgáfustarfsemi, vefgagnasafni og ýmsum viðburðum.
Frekari upplýsingar um Steinshús má nálgast á heimasíðu safnsins Snjáfjallasetur