Forvarnaráætlun
Stefna skólans er að vinna að forvörnum með jákvæðum skólabrag, áherslu á kerfisbundinni útfærslu á grunnþættinum heilbrigði og velferð, tryggja öryggi og velferð barna í skólanum og á netinu.
Stefna skólans er að koma með kerfisbundnum hætti í veg fyrir neyslu áfengis og vímuefna og hefja forvarnarstarf strax í fyrsta bekk. Áhersla er lögð á forvarnir við notkun áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna og jákvæða netnotkun.