Sorphirða og flokkun
Sveitarfélög í Strandasýslu hafa samstarf um Sorpsamlag Strandasýslu sem er sjálfstætt hlutafélag sem sér um sorphirðu í öllum sveitarfélögum á Ströndum.
Móttökustöð Sorpsamlagsins í Strandabyggð er staðsett að Skeiði 3 á Hólmavík. Hægt er að fara með flokkaðan endurvinnanlegan úrgang þangað allan sólarhringinn og setja í gáma.
Markmið Strandabyggðar er að lágmarka magn úrgangs sem fer til förgunar með því að draga úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Horft er til úrgangsþríhyrningsins í meðhöndlun úrgangs, áhersla lögð á úrgangsforvarnir og mengunarbótareglan höfð að leiðarljósi við ákvörðun gjaldtöku vegna meðhöndlunar úrgangs.