Leiklist
Í Strandabyggð er ekki starfrækt leikhús en það er starfandi eitt mjög öflugt leikfélag, Leikfélag Hólmavíkur.
Leikfélag Hólmavíkur var stofnað 3. maí 1981.
Leikfélag Hólmavíkur stendur að einni leiksýningu á ári, yfirleitt á vetur eða vormánuðum, og eru sýningarnar ýmist haldnar í Bragganum á Hólmavík, Sævangi eða félagsheimilinu á Hólmavík.
Árið 2025 var stórt ár fyrir Leikfélag Hólmavíkur þegar leiksýning þeirra, 39 þrep, var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikhússins og fór leikfélagið með sýninguna sýna á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu.
Nánari upplýsingar um Leikfélag Hólmavíkur má nálgast á heimasíðu félagsins www.leikholm.is eða á Facebook síðu félagsins Leikfélag Hólmavíkur