Námsgögn og heimanám
Frá og með haustinu 2017 greiðir sveitarfélag Strandabyggðar helstu námsgögn fyrir nemendur grunnskólans. Nemendur þurfa áfram að vera útbúin í íþróttir, sund og útivist eftir aðstæðum.
Heimanám eftir árgöngum
Heimalestur er fastur liður í heimanámi allra nemenda Grunnskóla Hólmavíkur.
Fyrir yngri nemendur er yfirleitt kvittað fyrir lesturinn en ábyrgð nemenda á heimalestrinum eykst eftir því sem nemendurnir eldast.
Annað heimanám er yfirleitt í samráði við nemendur og þá er lögð áhersla á að vinna verkefni eða ljúka verkefnum sem ekki tekst að klára í skólanum.