Fara í efni

Félagsleg úrræði

Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því t.d. að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. 

Félagsleg heimaþjónusta

Strandabyggð býður upp á stuðningsþjónustu fyrir þá sem búa á eigin heimilum og þurfa aðstoð innan sem utan heimils vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. Sækja skal um heimaþjónustu hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. 

Félagsleg ráðgjöf

Markmið með félagslegri ráðgjöf er að auka lífsgæði notenda þjónustunnar og efla andlegt og félagslegt heilbrigði. Hægt er að bóka tíma hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. 

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt einstaklingum og fjölskyldum til framfærslu og til aðstoðar vegan sérstakra aðstæðna, m.a. vegna heimilisstofnunar, náms eða óvæntra áfalla. Réttur til fjárhagsaðstoðar eiga þau sem eru fjárráða, eiga lögheimili í Strandabyggð og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarreglum. Hægt er að fá ráðgjöf hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps sem einnig tekur á móti umsóknum. 

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er veittur á grundvelli 45.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og er ákvörðun tekin á grundvelli mats sem tekur til tekna og eigna, framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. 
Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá fyrir sér húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum lágra tekna, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrðar og annarra félagslegra erfiðleika. 

Hlíf Hrólfsdóttir
Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps