Fasteignagjöld
Skrifstofa Strandabyggðar sér um álagningu fasteignagjalda og hefur einnig umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu.
Fasteignagjöld skiptast í:
- Fasteignaskatt
- Lóðarleigu
- Vatnsgjald
- Holræsisgjald
- Gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs
Fasteignaskattur reiknast sem hlutfall af fasteignamati miðað við skráða notkun fasteignar.
Fasteignamat
Álagning fasteignagjalda byggist á fasteignamati húsa og lóða í Strandabyggð. Fasteignamat er framkvæmt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samkvæmt V. kafla laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og tekur til bæði húss og lóðar. Skráð matsverð fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert og er það gert aðgengilegt frá og með 1. júní. Skal það verð talið til fasteignamatsverð frá og með 31. desember þess árs til jafnlengdar næsta árs nema sérstök matsgerð komi til.
Hægt er að skoða bæði gildandi og fyrirhugað fasteignamat eigna í fasteignaskrá HMS. Þar er einnig hægt að sækja um endurmat.
Tillaga til sveitarstjórnar um útsvar og fasteignaskatt 2025
A. Útsvar
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2025 verði jafnt lögbundnu hámarki sbr. Lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 eins og þau eru á hverjum tíma.
Við gerð samþykktar þessarar er gert ráð fyrir að hámarkshlutfallið verði 14,97% frá 1. janúar 2025.
B. Fasteignaskattur
a) 0,625% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Um er að ræða hámarks álagningu.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr.laga nr. 4/1995.
c) 1,65% af álagningarstofni allra annara fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr.laga nr. 4/1995
C. Lóðarleiga
a) Íbúðarhúsnæði 2,5% af fasteignamati lóðar
b) Atvinnuhúsnæði 2,5% af fasteignamati lóðar
Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5 gr. laga nr. 4/1995 og reglum Strandabyggðar:
Elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Strandabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti sem lagt er á íbúðarhúsnæði og í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur.
Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega getur þó að hámarki 84.050 kr. árið 2025. Afslátturinn er tekjutengdur. Þessar fjárhæðir miðast við árstekjur (heildartekjur) skv. skattframtali næstliðins árs og gilda fyrir lækkun fasteignaskatts á álagningarári.
Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir:

Innheimta:
Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum skrifstofu Strandabyggðar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu.
Álagningarseðill og reikningar vegna fasteignagjalda verða birtir á www.island.is á kennitölu eiganda. Greiðslukröfur verða birtar í heimabönkum líkt og undanfarin ár. Gjalddagar eru 9 talsins og er fyrsti gjalddaginn 1. febrúar en sá síðasti þann 1. október. Ef heildargjöld greiðanda eru undir kr. 40.000 er einungis 1 gjalddagi 1. apríl. Á hverjum greiðsluseðli verður greiðsla á aðeins einum gjalddaga, þannig að eldri seðlar halda gildi sínu. Hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga, greiðast dráttarvextir frá gjalddaga. Ekki eru sendar út kröfur vegna innheimtu undir 1000 kr. Fasteignaeigendur með gjöld undir þeim upphæðum eru beðin um að millifæra á bankareikning Strandabyggðar 1161-26-1 og senda bankakvittun á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 451-3510 eða á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is
Samþykkt í sveitarstjórn Strandabyggðar 12. nóvember 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025