Fjárhagsáætlanir
Fjárhagsáætlanir Strandabyggðar eru lagðar fram og unnar samkvæmt fyrirmælum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt lögum skal sveitarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár sem og næstu þrjú ár þar á eftir.
Fjárhagsáætlun sveitarfélags er bindandi fyrir allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins. Einungis er hægt að víkja frá fjárhagsáætlun með því að samþykkja viðauka við áætlunina. Á það við um ákvarðanir, samninga og aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, úgjöldum eða tilfærslum milli liða.