Fara í efni

Barnavernd

Sveitarfélagið eru hluti af barnaverndarþjónustu Vestfjarða. Almenningi er skylt að tilkynna ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Tilkynningarskylda

Almenningi er skylt að tilkynna til barnaverndar ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við vanrækslu, áreiti eða ofbeldi, eða ef það stofnar eigin heilsu og þroska í hættu með hátterni sínu. 

Starfsfólk barnaverndarþjónustu Vestfjarða veita upplýsinga og taka við tilkynningum á davinnutíma í síma 450 8000.
Utan dagvinnutíma, um helgar og á helgidögum er hægt að ná í bakvakt vegna bráðatilvika í barnaverndarmálum í síma 112. Einnig er hægt að hafa samband í gengum netspjall.

Markmið barnaverndar

Markmið barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. 

Umdæmisráð landsbyggða

Viðamiklar breytingar á þjónustu og umsýslu er varðar barnavernd á Íslandi tóku gildi þann 1. janúar 2023. Í stað barnaverndarnefnda sem störfuðu í hverju sveitarfélagi skulu nú vera skipuð umdæmisráð barnaverndar. Með breytingunum eru þjónustusvæði barnaverndarþjónustu einnig skilgreind að nýju og er nú áskilið að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera 6000 íbúar að lágmarki. Sveitarfélög geta gert samning sín á milli um samstarf um umdæmisráð í samræmi við ákvæði þetta. Fjögur umdæmisráð eru á landinu og Ísafjarðarbær aðili að einu þeirra, Umdæmisráði landsbyggðanna, ásamt um 40 öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni.

Samkvæmt barnaverndarlögum 80/2002 bera sveitarstjórnir ábyrgð á að skipa í umdæmisráð barnaverndar til fimm ára í senn. Umdæmisráðið skal skipað þremur ráðsmönnum, einum félagsráðgjafa, einum sálfræðingi og einum lögfræðingi, sem jafnframt er formaður ráðsins. Ráðsmenn skulu í það minnsta hafa þriggja ára starfsreynslu í barnavernd. Þeir skulu að öðru leyti hafa næga þekkingu og færni til að geta sinnt starfi ráðsmanns. Ráðsmenn þurfa ekki að eiga lögheimili í umdæmi viðkomandi umdæmisráðs og getur sami einstaklingur setið í fleiri en einu umdæmisráði.

Tilgangur þessara breytinga er fyrst og fremst að auka faglega aðkomu sérfræðinga og að skapa nauðsynlega fjarlægð í umfangsmiklum og erfiðum málum er tengjast velferð barna. Mál sem berast barnaverndarþjónustu skulu eftir sem áður unnin á vettvangi barnaverndarþjónustu hvers sveitarfélags.