Félagsmiðstöðvar
Í Strandabyggð er starfræk félagsmiðstöðin Ozon og félagsmiðstöðin Fjósið. Ozon er staðsett í kjallara Félagsheimilisins á Hólmavík. Starfið er ætlað krökkum í 5-10 bekk í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Félagsmiðstöðin er vel tækjum búin, virkur þátttakandi í starfi Samfés og í miklu samstarfi við félagsmiðstöðvar í nágrannasveitarfélögum.
Félagsmiðstöðin Fjósið er einnig staðsett í kjallara Félagsheimilisins á Hólmavík. Starfið er ætlað ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Enginn formlegur opnunartími er í Fjósinu. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar auglýsir viðburði í samráði við Ungmennaráð Strandabyggðar.

Opnunartími Ozon 2025-2026:
Þriðjudagar:
15:00-20:00 Miðstig og elsta stig samtímis
Fimmtudagar:
15:00-16:00 Miðstig og elsta stig
16:00-18:00 Miðstig (opið í íþróttasal á meðan fyrir elsta stig)
18:00-20:00 Elsta stig
Ozonráð, sem samanstendur af ungmennum, stýrir allri starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Rík hefð er fyrir félagsmiðstöðvarstarfi og hafa margir viðburðir fest sig í sessi svo sem foreldrakvöld, galakvöld, ferð á Samfestinginn, útivistar- og ævintýraferð og góðgerðarkvöld.
Kveðið er á um rétt barna til tómstunda og skapandi starfs í 31. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna auk þess sem réttur barna til lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu er undirstrikaður. Hvort tveggja er miðlægt í tómstundastarfi í Strandabyggð. Við leggjum áherslu á að þjálfa samskiptafærni, styrkja sjálfsmynd, auka félagsfærni og efla virkni og þátttöku í samfélaginu með því að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni og tækifæri til reynslunáms á vettvangi frítímans fyrir unga sem aldna.
Frístundastarf er mikilvægt forvarnarstarf sem byggir bæði upp einstaklinga og hópa. Það er mikilvægt að hafa aðstöðu og tækifæri til að hitta aðra, skemmta sér og hlægja, ekki síst á meðan áhugamálin eru iðkuð í öruggu umhverfi. Frumkvæði og sköpun eru höfð að leiðarljósi í hvetjandi starfi leiddu af jákvæðum fyrirmyndum. Þessir þættir efla sjálfsmyndina og auka líkur á því að þátttakendur kjósi sér heilbrigðan lífsstíl.
Hugmyndafræðin um virka þátttöku og raunveruleg áhrif hvers og eins til að efla sjálfsmynd viðkomandi er höfð að leiðarljósi í öllu starfi.
