Fara í efni

Félagsheimilið á Hólmavík

Á Hólmavík er auðvitað félagsheimili, eins og í öllum betri bæjum. Í Félagsheimilinu á Hólmavík eru margvíslegar skemmtanir haldnar bæði sumar og vetur. Þar eru sett upp leikrit og söngskemmtanir, þar eru haldin þorrablót og góugleði, ættarmót og kaffiveislur og margvíslegar aðrar uppákomur. 

Starfsfólk skrifstofu Strandabyggðar hafa umsjón með Félagsheimilinu og veitir allar helstu upplýsingar um aðstöðu og bókanir. 
 

Skrifstofa Strandabyggðar