Fjölskyldan
Strandabyggð býður upp á fjölbreyttan stuðning og þjónustu börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.

Leikskólinn Lækjarbrekka
Leikskólinn Lækjarbrekka er tveggja deilda leikskóli og taka starfsfólk leikskólans á móti börnum frá 9 mánaða aldri.
Grunnskólinn á Hólmavík
Einn grunnskóli er í Strandabyggð og er hann á Hólmavík. Þar er samkennsla og eru þrjú stig, yngsa stig, miðstig og elsta stig. Á yngsta stigi eru nemendur í 1-4 bekk, á miðstigi eru nemendur í 5-7 bekk og á elsta stigi eru nemendur í 8-10 bekk.
Skólabíll sækir börn í sveitum Strandabyggðar alla virka morgna og eru tvær ferðir heim mánudaga til fimmtudaga, kl 14:30 og 16:00, og ein ferð á föstudögum kl 13:00.
Frístund
Frístund er í boði fyrir nemendur í 1-4 bekk en eru börn í 5 bekk velkomið að vera í frístund ef þau kjósa það. Frístund er opin mánudaga til fimmtudaga kl 13:30-16:00. Frístund er í Grunnskólanum á Hólmavík.
Félagsmiðstöðin Ozon
Félagsmiðstöðin Ozon er í boði fyrir öll börn á miðstigi og elsta stigi í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Félagsmiðstöðin er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 15:00-20:00. Félagsmiðstöðin Ozon er staðsett í kjallara Félagsheimilisins á Hólmavík, við Jakobínutún.
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps
Fjölskyldur geta fengið stuðning frá sveitarfélaginu til að mæta mismunandi þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. Börn og foreldrar/forsjáraðilar sem á þurfa að halda hafa aðgang að samþættri þjónustu.


