Menningarverðlaun Strandabyggðar
Menningarverðlaun Strandabyggðar, Lóan, eru veitt árlega við hátíðlega athöfn á 17 júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar útnefnir handhafa verðlaunanna með tilliti til innsendra tilnefninga frá íbúum.
Heiðursverðlaun Strandabyggðar eru einnig veitt árlega við hátíðlega athöfn á 17 júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd útnefnir handhafa verðlaunanna.

Menningarverðlaun ársins 2025 hlaut Leikfélag Hólmavíkur fyrir metnaðarfullt menningarstarf í sveitarfélaginu og fyrir öflugt starf við uppsetningu og framsetningu á leiksýningunni 39 þrep. Leikfélag Hólmavíkur setti upp stóra og tilkomumikla leiksýningu sem var sýnd í Bragganum á Hólmavík fimm sinnum í vetur. Mikil vinna var sett í leikmynd, leikmuni, búninga og aðra umgjörð í kringum leiksýninguna. Þessi metnaðarfulla vinna leikfélagsins varð til þess að leiksýningin 39 þrep var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu. Leikfélag sýndi því 39 þrep á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í lok maí.
Heiðursverðlaun Strandabyggðar eru einnig veitt árlega við hátíðlega athöfn á 17 júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd útnefnir handhafa verðlaunanna.
Heiðursverðlaun Strandabyggðar 2025 hlaut Aðalbjörg Þóra Þorsteinsdóttir fyrir margra ára óeigingjarnt starf í menningarsetrinu Strandakúnst. Aðalbjörg var ein af stofnendum handverksfélagsins Strandakúnst og hefur hún starfað hjá félaginu á hverju sumri í yfir 30 ár. Aðalbjörg var einnig formaður handverksfélagsins í 8 ár. Aðalbjörg er frumkvöðull, dugleg og með mikla ástríðu fyirr handverksfélaginu Strandakúnst.
Fyrri handhafar Menningarverðlauna Strandabyggðar, Lóunnar:
2024 - Sauðfjársetur á Ströndum
2023 - Raimonda Sereikaité-Kiziria
2022 - Barnakór Strandabyggðar og Bragi Þór Valsson
2021 - Arnkatla lista- og menningarfélag
2020 - Jón Jónsson
2019 - Leikfélag Hólmavíkur
2018 - Dagrún Ósk og Náttúrubarnaskólinn
2017 - Steinshús
2016 - Sauðfjársetur á Ströndum
2015 - Sigríður Óladóttir
2014 - Leikfélag Hólmavíkur
2013 - Sauðfjársetur á Ströndum
2012 - Einar Hákonarson
2011 - Þjóðfræðistofa
2010 - Grunnskóli Hólmavíkur, Leikfélag Hólmavíkur og Tónskóli Hólmavíkur
Fyrri handhafar Heiðursverðlauna Strandabyggðar:
2018 - Ása Ketilsdóttir
2015 - Galdrasýning á Ströndum
2012 - Sauðfjársestur á Ströndum
2011 - Leikfélag Hólmavíkur
Fyrri handhafar sérstakra viðurkenningar Strandabyggðar:
2024 - Hafdís Gunnarsdóttir
2023 - Jón Halldórsson
2021 - Svavar Knútur Kristinsson
2020 - Kristín Einarsdóttir
2019 - Sunneva Guðrún
2017 - Esther Ösp Valdimarsdóttir
2016 - Birkir Þór Stefánsson og Sigríður Drífa Þórólfsdóttir
2013 - Viðar Guðmundsson
2010 - Sigurður Atlason