Fara í efni

Eldri Borgarar

Í Strandabyggð er ýmis þjónusta og félagsstarf í boði fyrir eldri borgara. Nóg er um að vera í félagsstarfi á vegum Strandabyggðar ásamt stuðningsþjónustu félagsþjónustunnar. Einnig eru opnir tímar í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar alla virka morgna.

Þjónusta við eldri borgara

Í Strandabyggð er veittur stuðningur við eldri borgara og er hægt að sækja um ýmsan stuðning til skrifstofu Strandabyggðar eða til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. 

Sjá nánari upplýsingar á síðu Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Hlíf Hrólfsdóttir
Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps