Öryggis- og velferðaráætlun
Öryggi og velferð barna
Áætlun um öryggi og velferð barna.
Grunnskólum ber að gera grein fyrir því hvernig reglum um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009 er fylgt eftir og hvernig öryggi þeirra er tryggt. Í reglugerðinni segir að sveitarstjórn skuli útbúa handbók fyrir starfsfólk grunnskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í grunnskólum.
Áætlunin tekur ekki til sértækra öryggismála vegna barna með bráðaofnæmi, líkamlega eða andlega sjúkdóma, eða fötlun þar sem fyrir hvert slíkt barn gæti þurft að gera sértækar ráðstafanir.
Slasist barn í leikskólanum sinnum við því eins og ástæður gefa tilefni til. Setjum plástur eða kaldan bakstur og hringjum í foreldra sem meta hvort þeir vilja leita með barnið til læknis. Hafa ber í huga að það séu einn eða tveir sem sinni slasaða barninu, því huga þarf einnig að öðrum börnum í leikskólanum. Við víkjum ekki frá mikið slösuðu barni heldur köllum eftir hjálp. Styðjumst við fyrstu hjálp í viðlögum. Þurfi barn að komast tafarlaust undir læknishendur förum við með það upp á Heilbrigðisstofnun eða í sjúkrabíl og boðum foreldra þangað. Sérstök eyðublöð eru fyrir slysaskráningu á leikskólanum sem mikilvægt er að fylla út sem fyrst. Nauðsynlegt er að láta vita ef eitthvað vantar í sjúkrakassa. Sjúkrakassinn er yfirfarinn af starfsmanni apóteksins árlega.
Neyðarnúmer: 112
Eitrunarmiðstöðin: 543-2222
Mars 2025. Næst endurskoðað haust 2028.