Fara í efni

Umhverfisnefnd - Grænfáninn

Leikskólinn Lækjarbrekka hefur verið partur af grænfánaverkefni Landverndar (Skólar á grænni grein) frá árinu 2014. Leikskólinn hlaut grænfána 1 vorið 2015 og vorið 2017 fékk leikskólinn grænfána 2 sem þýðir að við höfum staðið okkar plikt sem umhverfisleikskóli.

Grunnskólinn á Hólmavík stefnir að því að vera skóli á grænni grein og flagga Grænfánanum með stolti. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. 

Umhverfissáttmáli Grunnskóla og leikskóla á Hólmavík og umhverfisstefna fyrir sameinaðan skóla verður yfirfarin haustið 2025. Umhverfisnefnd verður skipuð  fyrir skólaárið 2025-2026 og heimasíða verður uppfærð samkvæmt því. Fréttir af verkefnum tengdum Grænfánanum skulu reglulega settar á heimasíðu skólans.

Umhverfisnefnd

Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík er skipuð aðilum úr hópi nemenda og starfsfólks Grunnskólans. Nefndin fjallar um umhverfismál í skólanum, tekur ákvarðanir og mótar stefnu í takt við Grænfánann og Umhverfissáttmála skólans. Ákvörðunum nefndarinnar er fylgt eftir af starfsfólki og stjórnendum. Umhverfisnefnd fundar amk einu sinni í mánuði. 
 

Eftirtaldir aðilar skipa Umhverfisnefnd skólaárið 2025-2026:

- fulltrúi 1.-4. bekkjar

- fulltrúi 1.-4. bekkjar

- fulltrúi 5.-7. bekkjar

- fulltrúi 5.-7. bekkjar

- fulltrúi 8.-10. bekkjar

- fulltrúi 8.-10. bekkjar

- fulltrúi foreldra

- fulltrúi starfsmanna

- fulltrúi kennara

- fulltrúi skólastjórnenda


Stefnt er að uppbyggingu umhverfisstarfsins haustið 2025.

Maí 2025. Endurskoðun árlega.