Komiði sæl
Það er líf og fjör hjá okkur í 3. bekk.
Á mánudaginn skelltum við okkur á leiksýningu Möguleikhússins Gýpugarnagaul.
Sýningin fjallaði um hana Gýpu sem gleypir allt í sig og er sífellt svöng.
Í þemaverkefni okkar um Fjöruna erum við núna að fjalla um hinar ýmsu fisktegundir.
Nemendur eru að vinna saman í hópum og afla sér upplýsinga um ákveðnar tegundir fiska.
Í náttúrufræði fjölluðum við um árstíðirnar og bjuggum í sameiningu til mynd um árstíðirnar fjórar sem núna prýðir vegg skólastofunnar. Ætlunin er að nota þessa mynd fyrir afmælisdagatal og munum við því bæta við ljósmyndum af nemendum á þær árstíðir sem þeir eiga afmæli.
Við teiknuðum myndir af fjölskyldumeðlimum okkar í enskutíma og bættum inn enskum heitum.
Við tókum lagið saman á fimmtudaginn og í dag föstudag fór helmingur bekkjarins í tölvutíma.
Í upplýsingatækni á föstudögum skiptast nemendu á að fara í tölvur og val.
Við notumst mikið við vef námsgagnastofnunar www.nams.is og það fjölbreytta kennsluefni sem þar er.
Eins og fram kemur á heimsíðu skólans hefur komið upp sú skemmtilega hugmynd að velja nöfn á rými og stofur skólans. Vilji er til þess að velja nöfn tengd náttúrunni, kennileitum og örnefnum á og við Hólmavík. Gaman væri ef þið foreldrar mynduð ræða þetta við nemendur, ömmur og afa, frænkur og frændur og koma með hugmyndir að nöfnum.
Öllum áhugasömum er velkomið að senda inn hugmyndir á netfangið hildur@holmavik.is .Nöfnin verða svo kynnt þegar þar að kemur.
Á heimasíðu skólans http://strandabyggd.is/grunnskolinn/ má sjá nokkrar myndir úr skólastarfinu. Ég reyni að vera dugleg að setja reglulega inn nýjar myndir.
Ég vil minna á að ykkur er að sjálfsögðu alltaf velkomið að hafa samband eða kíkja við hjá okkur :)
Hafið það sem allra best
Kveðja Kristjana
