Fara í efni

Kynningarfundur á Leikskólanum Lækjarbrekku

20.09.2011
Leikskólinn Lækjarbrekka er öflugur leikskóli á Hólmavík, en þar eru 32 börn við nám, leik og störf á hverjum degi ásamt góðum hópi starfsfólks. Kynningarfundur um vetrarstarfse...
Deildu

Leikskólinn Lækjarbrekka er öflugur leikskóli á Hólmavík, en þar eru 32 börn við nám, leik og störf á hverjum degi ásamt góðum hópi starfsfólks. Kynningarfundur um vetrarstarfsemi leikskólans verður haldinn í leikskólanum kl. 21:00 miðvikudagskvöldið 21. september. 

Meðal þess sem eflaust verður rætt er innleiðing nýrrar leikskólastefnu í leikskólanum Lækjarbrekku, en hún hefur verið í mótun hjá starfsfólki undanfarið. Stefnan byggir á svokölluðu "flæði" og er byggð á kenningum og aðferðum Mihaly Csikszentmihalyi. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta og fræðast um starfsemina leikskólans í vetur.
 

Til baka í yfirlit