Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

01.09.2011

Starf stuðningsfulltrúa við Grunnskólann laust til umsóknar

Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir 80% starf stuðningsfulltrúa við skólann. Vinnutími stuðningsfulltrúa er alla virka daga frá kl. 8:00-14:00 auk þátttöku í starfsmannafundum og sér...
01.09.2011

Framkvæmdir að hefjast við Hólmavíkurhöfn

31. ágúst var skrifað undir verksamning milli sveitarfélagsins Strandabyggðar og fyrirtækisins Ísar ehf. um endurbyggingu stálþils við Hólmavíkurhöfn og fyrsti verkfundur haldinn vegna framkvæmdarinnar.  Fundinn sátu Stefán Guðjónsson f.h. Ísar ehf., Ingibjörg Valgeirsdóttir hafnarstjóri Hólmavíkurhafnar, Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður, Jón Gísli Jónsson oddviti Strandabyggðar og Kristján Helgason f.h. Siglingastofnunar sem mun hafa umsjón með verkinu. 
31.08.2011

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli

Flugslysaæfing fer fram á Gjögurflugvelli helgina 8. - 9.október 2011. Fræðsla fer fram á laugardeginum og æfing á sunnudeginum. Allir á útkallslista almannavarna vegna flugslysa eru boðaðir á æfinguna. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga á æfingunni. Vinsamlega hafið samband við oddvita Árneshrepps, Oddnýju Þórðardóttur í síma 451-4001.
31.08.2011

6. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 30. ágúst 2011

6. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, haldin 30.ágúst 2011 klukkan 14:00 í Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mættir; Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir(Strandabyggð), Hrefna Þorval...
31.08.2011

5. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 28. júní 2011

Fimmti fundur Velferðarnefndar Stranda- og Reykhóla var haldinn  miðvikudaginn 28. júní 2011 kl. 13:00 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík.Mættir eru Bryndís Sveinsd...
31.08.2011

4. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 6. júní 2011

Fjórði fundur Velferðarnefndar Stranda- og Reykhóla var haldinn  mánudaginn 6. júní 2011 kl. 14:45 á skrifstofum Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík.Mættir eru Hrafnhildur Guðb...
31.08.2011

3. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 2. maí 2011

Fyrsti fundur Velferðarnefndar Stranda- og Reykhóla var haldinn í Félagsmála- og jafnréttisnefnd Strandabyggðar mánudaginn 2. maí 2011 kl. 14:00 í Félagsheimilinu í Árneshreppi. Mætt...
31.08.2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1187 - 30. ágúst 2011

Fundur nr. 1187 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 30. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 17:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jón...
30.08.2011

Hamingjuhlaupið 2012 frá Trékyllisvík til Hólmavíkur

Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar Hamingjudagar eru annars vegar, en fyrsti dagskrárliður fyrir árið 2012 hefur þegar verið negldur niður. Það er Hamingjuhlaupið margfræga sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári, enda geta allir tekið þátt og hlaupið í takt við eigin getu. Að sögn Stefáns Gíslasonar, skipuleggjanda og upphafsmanns hlaupsins, mun hlaupið 2012 hefjast við Minja- og handverkshúsið Kört við Árnes í Trékyllisvík, öðrum þræði til heiðurs sveitarstjóra Strandabyggðar, Ingibjörgu Valgeirsdóttur, sem er eins og margir vita frá Árnesi. Hlaupið í heild sinni er um 53 km og gæti tekið rúmar 7 klukkustundir að sögn Stefáns.  
30.08.2011

Fræðslunefnd 30. ágúst 2011

Fundur haldinn í fræðslunefnd Strandabyggðar 30. ágúst 2011 kl. 16.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.  Mættir Steinunn Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Snorri Jónsson, Katl...
29.08.2011

Kleinur, skúffukökur og djús´:)

Fyrsta vika skólaársins er liðin og gekk hún alveg ljómandi vel.Við notuðum þessa fyrstu kennsluviku í rólegheitarvinnu með áherslu á  vettvangsferðir.   Fyrsta vettvangsferðinn v...
29.08.2011

Vikan 22. - 26. ágúst

4. – 6. bekkur vikuna 22. – 26. ágúst Allir komu glaðir og kátir aftur til starfaeftir sumarfrí. Umsjónarkennararnir Inga og Kolli tóku á móti okkur og fóru meðokkur út. Við byrju...
29.08.2011

Hlutastarf í íþróttamiðstöð auglýst laust til umsóknar

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík auglýsir tímabundið starf laust til umsóknar:

Starfsmaður í íþróttamiðstöð veturinn 2011 - 2012
- Afgreiðslustörf
- Baðvarsla í kvennaklefa
- Létt þrif
- Sundlaugarvarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin
29.08.2011

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd 29. ágúst 2011

Fundur haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 29. ágúst 2011 kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Valgeir Örn Kristjánsson, Ingimundu...
28.08.2011

12 mánaða skýrsla sveitarstjóra

Á starfsdögum sveitarstjórnar Strandabyggðar sem haldnir voru helgina 27. - 28. ágúst 2011 var 12 mánaða skýrsla Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra kynnt en nú er ár síðan hún tók við starfi. Í skýrslunni eru dregin fram helstu verkefni sveitarfélagsins frá því að núverandi sveitarstjórn tók við eftir kosningar 2010 eins og sjá má hér.

Á starfsdögunum var farið yfir tillögu sveitarstjóra að breyttu skipuriti nefnda í sveitarfélaginu þar sem lagt er til að skipurit verði einfaldað með það að markmiði að efla skilvirkni, auka upplýsingaflæði, dreifa ábyrgð og ná betri árangri í rekstri og þjónustu sveitarfélagsins (sjá hér). Lagt er til að fækka nefndum úr 7 í 5 þar sem sveitarstjórnarfulltrúi leiði hvert svið. Sveitarstjórn ásamt fleira sveitarstjórnarfólki af J-lista og V-lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs skoðaði kosti og galla fyrirkomulagsins og velti upp fjölbreyttum möguleikum varðandi sviðin, fjölda þeirra og hvaða málefni ættu að fara undir hvert þeirra.
28.08.2011

Fjölbreyttar valgreinar í boði í 8.-10. bekk

Fjölbreytt val verður í boði fyrir nemendur 8.-10. bekkjar í vetur en megintilgangur með valgreinum er að stuðla að auknu valfrelsi nemenda til að velja námsgreinar. Í vetur hafa nemendur okkar kost á að velja sig inn í tvær af neðangreindum valgreinum auk kjarnagreinanna:

28.08.2011

Þjóðfræðisstofa auglýsir lista- og fræðimannadvöl á Ströndum

Þjóðfræðistofa býður í vetur upp á lista- og fræðimannadvöl í Skelinni, sem er huggulegt lítið hús á Hólmavík. Gestir fá að dvelja húsinu í eina viku á tímabilinu 15. septe...
28.08.2011

Danir í heimsókn á Hólmavík

Í upphafi skólans komu til okkar fimmtán drengir frá Danmörku og fimm farastjórar þeirra til að taka þátt í dagskrá sem skipulögð var af skólanum, nemendum í 10. bekk og útskrifta...
27.08.2011

Mosfellingar slá Íslandsmet Strandamanna

Mosfellingar telja sig hafa sett Íslandsmet í planki í kvöld þegar bæjarhátíðin Í túninu heima var sett á Miðbæjartorgi í kvöld. Alls tók 441 þátt í þessari nýstárlegu íþr?...
26.08.2011

Mosfellingar reyna við Íslandsmetið í planki

Það er mörgum í fersku minni þegar íbúar í Strandabyggð og gestir Hamingjudaga á Hólmavík settu Íslandsmet í hópplanki í sumar. Samkvæmt talningu voru 212 manns sem plönkuðu á ...
26.08.2011

Sveitarstjórnarfundur og fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd

Sveitarstjórnarfundur 1187 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggð þriðjudaginn 30. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarstjóra. Dagskrá fundarins má sjá hér. Fundur verður haldinn í...
26.08.2011

Skúffukökur, kleinur og djús :)

 Sælir kæru foreldrar :)Fyrsta vika skólaársins er liðin og gekk hún alveg ljómandi vel.Við notuðum þessa fyrstu kennsluviku í rólegheitarvinnu með áherslu á  vettvangsferðir. Fyr...
25.08.2011

Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd - 25. ágúst 2011

Fundur var  haldinn í Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 25. ágúst 2011, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Á fundinn mættu Jón Stefánsson, Dagrún Magn...
25.08.2011

Skólastarf Grunn- og Tónskólans 2011-2012 hafið

Þessa vikuna eru nemendur í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík að stíga sín fyrstu lærdómsskref skólaárið 2011-2012. Skólasetning fór fram föstudaginn 19. ágúst 2011 þar sem Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri fór yfir skólastarfið framundan. Heilmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og starfsemi skólans fyrir komandi skólaár 2011 - 2012 eins og sjá má í setningarræðu Bjarna Ómars hér að neðan. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar nemendum og starfsfólki Grunn- og Tónskólans á Hólmavík gleði- og innihaldsríkra skóladaga.
24.08.2011

Móttaka refaskotta 1. september 2011

Fimmtudaginn 1. september 2011 verður tekið á móti refaskottum fyrir grenjaveiði vorið 2011 og vetrarveiði 2010-2011 í Sorpsamlagi Strandabyggðar milli kl. 10:00 - 12:00. Veiðimenn á skilgreindum veiðisvæðum skila skottum samkvæmt reglum um refaveiðar sem samþykktar voru í sveitarstjórn Strandabyggðar í maí 2011, sjá hér. Veiðitímabil í Strandabyggð hefst 1. september ár hvert og lýkur 31. ágúst.
24.08.2011

Auglýsing um bifreiðaskoðun á Hólmavík

Auglýsing Frumherja hf. um afgreiðslutíma færanlegrar stöðvar 2011.Nú er komið að síðari ferð færanlegu skoðunarstöðvarinnar um landið. Skoðanir verða sem hér segir: Hólmavík ...
23.08.2011

Varaoddviti Strandabyggðar fær Landstólpann

Á ársfundi Byggðastofnunar á Sauðárkróki í gær var í fyrsta sinn afhent samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar - Landstólpinn, en ætlunin er að sú viðurkenning verði afhent árlega í framtíðinni. Óskað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag, síðastliðið vor. Sérstök dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar sem bárust og ákvað að veita Jóni Jónssyni á Kirkjubóli, menningarfulltrúa Vestfjarða, viðurkenninguna að þessu sinni.  

Í rökstuðningi kom fram að um nokkurs konar bjartsýnisverðlaun væri að ræða og að Jón hafi með störfum sínum vakið jákvæða athygli á sinni heimabyggð og verið ötull talsmaður ferðaþjónustu og menningar á Vestfjörðum. Þá sé hann virkur í félagsstarfi og menningarlífi og að auki frumkvöðull í uppbyggingu ferðaþjónustu, menningarstofnana og fræðastarfs á svæðinu
23.08.2011

Starfsdagar, sveitarstjórnarfundur og nefndarfundir

Helgina 27. - 28. ágúst n.k. verða haldnir starfsdagar sveitarstjórnar Strandabyggðar þar sem litið verður yfir farinn veg og stefna mótuð til framtíðar. Horft verður til næstu 10 ára og í framhaldi af því sett niður skýr markmið til næstu þriggja ára. Sveitarstjórnarfólk af J-lista og V-lista Vinstri grænna tekur þátt í stefnumótunarvinnu laugardaginn 27. ágúst. 
22.08.2011

100% starf í leikskólanum Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í fullt starf. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Við leitum eftir öflugu fólki sem hefur gaman af að starfa með börnum, er jákvætt og býr yfir góðri samskiptahæfni.

 

Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@holmavik.is

20.08.2011

Verkfalli leikskólakennara aflýst

Nú rétt í þessu bárust þær fréttir að fulltrúar Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefðu undirrituðu nýja kjarasamninga. Samkomulag náðist um samninga f...