05.07.2011
Menningarverðlaun Strandabyggðar eru veitt sem árleg hvatning til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar og lista í sveitarfélaginu á líðandi ári. Ákvörðun um handhafa verðlaunanna er tekin af dómnefnd sem velur úr tilnefningum frá íbúum auk þess sem nefndin hefur heimild til að bæta við tilnefningum. Dómnefndin í ár var skipuð þremur fulltrúum úr Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, þeim Kristjönu Eysteinsdóttur, Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni og Ingibjörgu Emilsdóttur.
Eftirtaldir aðilar fengu tilnefningar árið 2011: