Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

23.06.2011

Dagskráin komin inn!

Þá er búið að birta dagskrá Hamingjudaga fyrir árið 2011 hér á vefnum. Hún er ekki alveg endanleg, en er þó afskaplega nálægt því. Endilega kíkið á hana með því að smella h...
23.06.2011

Gleðilegan umhverfisdag fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík!

Í dag er umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík þar sem allir eru hvattir til að fegra í kringum vinnustaði sína. Geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn Áha...
22.06.2011

Breytingar á þjónustu vegna sumarfría

Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, verður ekki við á skrifstofu Strandabyggðar frá 4. júlí - 2. ágúst 2011. Hægt er að snúa sér til skrifstofustjóra, Salbjarg...
22.06.2011

Pollapönkarar mæta á Hamingjudaga!!

Hamingjudagar fá aldeilis frábæra gesti á kvöldvöku á Klifstúni föstudagskvöldið 1. júlí. Það eru engir aðrir en snillingarnir í Pollapönk sem ætla að kíkja á svæðið og s...
22.06.2011

Undir áhrifum náttúrunnar - listverkasýning

Þrjár flottar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Hér er sú fyrsta kynnt til leiks. Erna Björk Antonsdóttir sýnir mósaikverk sín á neðstu hæð Þróunarsetursin...
21.06.2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1184 - 21. júní 2011

Fundur nr. 1184 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 21. júní 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundurinn hófst kl. 18:00. Jón Gísl...
21.06.2011

Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík

Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík verður haldinn n.k. fimmtudag, 23. júní 2011. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar fjarlægi rusl. Eru allir hvattir til að taka þátt í að fegra bæinn og nýta sér þessa þjónustu sveitarfélagsins. Fyrirtæki og stofnanir á Hólmavík geta haft samband við Snorra Jónsson hjá Áhaldahúsi Strandabyggðar í síma 8614806. 
21.06.2011

Frábærar smiðjur í boði fyrir börn og unglinga

Það verða ekki bara smiðjur fyrir fullorðna fólkið á Hamingjudögum (sjá hér og hér). Börn og unglingar fá tækifæri til að sækja ókeypis smiðjur í Félagsheimilinu á Hólmaví...
21.06.2011

Unga fólkið okkar í Landanum

Í sjónvarpsþættinum Landanum sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu var rætt við unglinga í Vinnuskóla Strandabyggðar s.l. sunnudag. 22 ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára eru í Vinnuskóla...
20.06.2011

Tómas Ponzi teiknar á Hamingjudögum

Einn af fjölmörgum góðum gestum Hamingjudaga í ár er Tómas Ponzi teiknari. Tómas er Hólmvíkingum og fyrri gestum Hamingjudaga að góðu kunnur, en hann hefur tvisvar sinnum áður heims...
20.06.2011

Atvinnumála- og hafnarnefnd - 20 júní 2011

Fundur var haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 20. júní 2011 kl. 20:00 á skrifstofu Strandabyggðar.Mættir voru Matthías S. Lýðsson, Jón E. Halldórsson, Vi...
20.06.2011

Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd - 20. júní 2011

Fundur var haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 20. júní kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Ingimundur Jóhannsson, Rósmundur Nú...
20.06.2011

Hreinsunarátak - umhverfisvikur í Gula hverfinu

Í tengslum við hreinsunarátak - umhverfisvikur í Strandabyggð sem greint var frá á vef sveitarfélagsins, sjá hér, mun Sorpsamlag Strandasýslu vera með aukagáma fyrir timbur og járnaru...
20.06.2011

Tímatafla fyrir Hamingjuhlaupið klár

Einn af stórviðburðum Hamingjudaga á hverju ári er Hamingjuhlaupið, en Strandamaðurinn víðförli Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði hefur staðið fyrir hlaupinu frá árinu 2009....
20.06.2011

Til fyrirmyndar: Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík

Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, KSH, hefur verið valið Til fyrirmyndar að þessu sinni og er vel að því komið. KSH á langa sögu á Hólmavík eða allt frá árinu 1898, sögu sem er samofin lífi íbúa og allri atvinnustarfsemi á Ströndum. KSH er eitt af fáum kaupfélögum sem eftir lifa á landinu og er kraftur og jákvæð framtíðarsýn einkennandi fyrir fyrirtækið. Í ár hefur KSH stóraukið þjónustu við viðskiptavini sína sem er svæðinu öllu til sóma.
19.06.2011

Allt að gerast!

Nú fer undirbúningur fyrir Hamingjudaga að hefjast af fullum þunga. Frést hefur af mjög svo leynilegum fundum í bláa hverfinu sem og rauða hverfinu á Hólmavík nú í kvöld, sunnudagskv...
19.06.2011

Straufínar Strandir! Hreinsunarátak - umhverfisvikur

Hreinsunarátak - umhverfisvikur eru nú hafnar í Strandabyggð og eru fyrirtæki, stofnanir og íbúar hvattir til að taka þátt. Kvennakórinn Norðurljós reið á vaðið með ruslatínslu meðfram vegum á vegum Vegagerðarinnar og Vinnuskólinn í Strandabyggð fegrar umhverfið á hverjum degi. Þá hefur fjöldi íbúa lagt hönd á plóg með hreinsun í kringum bæi, tún og fjörur og í kringum íbúðarhús og götur á Hólmavík sem er til fyrirmyndar.

18.06.2011

Sveitarstjórnarfundur 1184 og fundir í nefndum

Fundur 1184 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 21. júní 2011 og hefst fundurinn kl. 18:00 á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3. Dagskrá fundarins má sj...
18.06.2011

Útskrift úr leikskólanum Lækjarbrekku

Fimm nemendur útskrifuðust úr leikskólanum Lækjarbrekku þann 16. júní 2011 á fjölmennum og skemmtilegum grilldegi sem haldinn var við skólann. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar úts...
15.06.2011

Sölubásar - tilkynnið fyrir 20. júní!

Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum. Hverjum bás fylgir borð og aðgangur að rafmagni ef með þarf. Staðsetning á básunum v...
14.06.2011

Vilt þú vinna í skemmtilegu og líflegu umhverfi?

Vilt þú vinna í skemmtilegu og líflegu umhverfi við bæði gefandi og skapandi starf? Spennandi tímar eru framundan í leikskólanum Lækjarbrekku. Starfsfólk leikskólans er að hefja stefnumótunarvinnu fyrir skólann og er fyrirhugað að innleiða nýja leikskólastefnu næsta vetur. Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir tvö störf haustið 2011:

Leikskólakennari - leiðbeinandi

Auglýst er eftir leikskólakennara í 100% starf. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs. Starfsmaður þarf að geta hafið störf þann 26. júlí 2011.

Nýtt starf
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir nýtt starf matráðs og ræstitæknis Um er að ræða 100% starf frá kl. 08:00 - 16:00. Umsækjandi þarf að geta hafið störf þann 26. júlí 2011.
13.06.2011

Sumardagar á Ströndum

Sumarið er tíminn! Það er líflegt um að litast í Strandabyggð þessa dagana. Börn að leik, ferðamenn á götum úti, Vinnuskólinn að fegra bæinn, kaffihús á hverju horni og gróður...
12.06.2011

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík opin 9:00 - 18:00

Upplýsingamiðstöð Strandabyggðar á Hólmavík, Holmavik Tourist Information, er opin alla daga milli kl. 9:00 - 18:00. Upplýsingamiðstöðin er til húsa í Galdrasafninu en undanfarnar vik...
11.06.2011

Opnunin á neðstu hæðinni - nafnaleit

Leit stendur nú yfir á nafni á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Neðsta hæðin var opnuð föstudaginn 10. júní með handverksmarkaði Strandakúnstar og fallegri sýningu...
11.06.2011

Nemendur leikskólans Lækjarbrekku opna sýningu

Litlar Strandastelpur og litlir Strandastrákar úr leikskólanum Lækjarbrekku hafa opnað glæsilega sýningu í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar. Fjöldi fólks mætti á opnunina en sýning...
10.06.2011

Neðsta hæðin í Þróunarsetrinu opnar í dag

Í dag, föstudaginn 10. júní kl. 14:00, opnar neðsta hæðin í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 með handverksmarkaði Strandakúnstar og sýningu á vegum Þjóðfræðistofu eftir Guðfin...
09.06.2011

Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd - 9. júní 2011

 Fundur var haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9. júní kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Þorsteinn Paul Newton, Valgeir Örn ...
09.06.2011

Fyrstu drög að dagskrá koma inn í kvöld

Í kvöld verður haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík um Hamingjudaga þar sem drög að dagskrá verða kynnt og farið verður yfir ýmis mál sem snúa að íbúum í Strandab...
09.06.2011

Minnum á íbúafund vegna Hamingjudaga í kvöld!

Almennur íbúafundur vegna Hamingjudaga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 9. júní kl. 20:30. Á fundinum verður farið yfir ítarleg drög að dagskrá Hamingjudaga...