Fara í efni

Straufínar Strandir! Hreinsunarátak - umhverfisvikur

19.06.2011

Hreinsunarátak - umhverfisvikur eru nú hafnar í Strandabyggð og eru fyrirtæki, stofnanir og íbúar hvattir til að taka þátt. Kvennakórinn Norðurljós reið á vaðið með ruslatínslu meðfram vegum á vegum Vegagerðarinnar og Vinnuskólinn í Strandabyggð fegrar umhverfið á hverjum degi. Þá hefur fjöldi íbúa lagt hönd á plóg með hreinsun í kringum bæi, tún og fjörur og í kringum íbúðarhús og götur á Hólmavík sem er til fyrirmyndar.

Deildu

Hreinsunarátak- umhverfisvikur eru nú hafnar í Strandabyggð og eru fyrirtæki, stofnanir og íbúar hvattir til að taka þátt. Kvennakórinn Norðurljós reið á vaðið meðruslatínslu meðfram vegum á vegum Vegagerðarinnar og Vinnuskólinn í Strandabyggð fegrar umhverfið á hverjum degi. Þáhefur fjöldi íbúa lagt hönd á plóg með hreinsun í kringum bæi, tún og fjörur ogí kringum íbúðarhús og götur á Hólmavík sem er til fyrirmyndar.


Lausamunir í landi Strandabyggðar

Nýtt gámasvæði í Skothúsvík og nýtt geymslusvæði í landi Víðidalsár er ný þjónustavið alla þá sem eiga gáma eða vantar geymslu undir tæki og tól og aðrageymslumuni. Eru allir þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu beðnir um að hafasamband við Áhaldahús Strandabyggðar.

Eftir 8. júlí2011 verður hafist handa við að hreinsa lausamuni af lóðum og landi í eigusveitarfélagsins Strandabyggðar sem ekki er í útleigu. Eru allir sem eiga muniá fyrrnefndum stöðum hvattir til að fjarlægja þá fyrir 8. júlí 2011.


Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík

Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna verður haldinn fimmtudaginn 23. júní2011. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn ÁhaldahússStrandabyggðar fjarlægi rusl. Þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafasamband við starfsfólk Áhaldahússins fyrir n.k. fimmtudag.


Umhverfisdagur á Hólmavík laugardaginn 25. júní

Umhverfisdagur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 25. júní 2011. Íbúar eru hvattir tilað hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum.Sorpsamlag Strandasýslu verður með opið þennan dag auk þess sem starfsmennÁhaldahúss munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi tímum:

- 14:00 Bláahverfið.
- 15:00 Appelsínugula hverfið
- 16:00 Rauða hverfið

Hreinn bær –okkur kær!

Til baka í yfirlit