Fara í efni

Sumardagar á Ströndum

13.06.2011
Sumarið er tíminn! Það er líflegt um að litast í Strandabyggð þessa dagana. Börn að leik, ferðamenn á götum úti, Vinnuskólinn að fegra bæinn, kaffihús á hverju horni og gróður...
Deildu
Sumarið er tíminn! Það er líflegt um að litast í Strandabyggð þessa dagana. Börn að leik, ferðamenn á götum úti, Vinnuskólinn að fegra bæinn, kaffihús á hverju horni og gróðurinn farinn að sýna sínar bestu hliðar. Sveitarfélagið Strandabyggð minnir ökumenn á að hafa gangandi vegfarendur sérstaklega í huga þegar ekið er um Hólmavík og framhjá bæjum í dreifbýli. Gleðilegt sumar!
Til baka í yfirlit