Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

20.08.2011

Skóladagatal 2011-2012

Smellið hér til að sjá skóladagatal Grunnskólans á Hólmavík, skólaárið 2011-2012....
19.08.2011

Barnamót HSS á Drangsnesi á sunnudag

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum verður haldið á Drangsnesi sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi. Mótið hefst kl. 14:00. Keppnisgreinar eru eftirfarandi: Börn 8 ára og yngri: 60 m. hla...
19.08.2011

Hamingjudagar 2012 verða helgina 29. júní - 1. júlí

Nú hefur verið ákveðið að halda Hamingjudaga á Hólmavík 2012 sömu helgi og venjulega - fyrstu helgina í júlí, eða dagana 29. júní til 1. júlí. Helgin sú er að vísu að frekar l...
19.08.2011

Yngri deildin á Lækjarbrekku lokar

Komi til verkfalls leikskólakennara mánudaginn 22. ágúst 2011 mun yngri deildin í leikskólanum Lækjarbrekku verða lokað. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að fylgjast með frétt...
18.08.2011

Fræðslunefnd 18. ágúst 2011

Fundur haldinn í fræðslunefnd Strandabyggðar 18. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins.  Mættir Steinunn Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Snorri Jónsson og Salbjörg En...
18.08.2011

Hólmavík miðsvæðis - fjölmargir fundir í dag

Stjórn og starfsfólk Fjórðungssambands Vestfirðinga mun halda fundi með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Vestfjörðum, sveitarstjórnarfulltrúum, fulltrúum atvinnulífsins og ýmissa stofnanna og fulltrúum ráðuneyta ríkisstjórnarinnar á Hólmavík í dag.
17.08.2011

Vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara

Töluverður ágreiningur er uppi vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara sem boðað hefur verið mánudaginn 22. ágúst 2011 náist samningar ekki fyrir þann tíma. 

Ágreiningurinn tengist framkvæmd verkfallsins en forsvarsmenn Kennarasambands Íslands og fulltrúar sveitarfélaga sátu fund vegna þessa í dag milli kl. 15:00 - 18:30. Ágreiningur er um hvort deildir sem deildarstjórar í verkfalli stýra geti starfað áfram eða hvort þeim þurfi að loka. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja manna stöður þeirra sem taka þátt í verkfallinu með starfsmönnum sem standa utan Félags leikskólakennara, en lögmaður Kennarasambandsins segir slíkt vera verkfallsbrot. Fundinum lauk án niðurstöðu en aftur verður fundað um framkvæmd verkfallsins á morgun.
16.08.2011

Ungt íþróttafólk á Ströndum blómstrar

Ungt fólk á Ströndum fæst við margt í frístundum sínum. Íþróttir eru stór hluti af þeim, en þar hefur náðst frábær árangur undanfarið. Keppendur frá Héraðssambandi Strandamanna gerðu góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fór á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Hadda Borg Björnsdóttir, íþróttamaður ársins hjá HSS árið 2010, bætti árangur sinn í hástökki, stökk 1,62 metra og nældi sér í gull. Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi varð landsmótsmeistari í spjótkasti 13 ára með kast upp á 31,74 metra, en hún náði einnig 7. sæti í kúluvarpi. Þá náði Ólafur Johnson bronsi í spjótkasti 12 ára stráka og Arna Sól Mánadóttir frá Umf. Hörpu varð í fimmta sæti í spjótkasti í flokki 14 ára.

16.08.2011

Þjóðskjalasafn með námskeið á Hólmavík

Þriðjudaginn 13. september 2011 mun Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ) halda almennt námskeið um skjalavörslu fyrir sveitarfélög á starfssvæði Þjóðskjalasafns Íslands í Strandasýslu. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem koma að móttöku, skráningu og frágangi gagna sem ætluð eru til afhendingar ÞÍ og starfsmenn sem vinna að gerð málalykils hjá sveitarfélögum á Ströndum, þ.e. í Bæjarhreppi, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
15.08.2011

Skólastarf hefst að nýju

Nú eru starfsmenn Grunn- og Tónskólans á Hólmavík að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi og í óðaönn að undirbúa skólaárið 2011-2012. Skólasetning verður í Hólmavíkurkirkju...
15.08.2011

Skólinn hefst að nýju eftir sumarleyfi.

Nú eru starfsmenn Grunn- og Tónskólans á Hólmavík að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi og í óðaönn að undirbúa skólaárið 2011-2012.Skólasetning verður í Hólmavíkurkirkju,...
15.08.2011

100% starf á leikskólanum Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í fullt starf. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Við leitum eftir öflugu fólki sem hefur gaman af að starfa með börnum, er jákvætt og býr yfir góðri samskiptahæfni.

 

15.08.2011

Ráðningar

Fulltrúi á skrifstofu Strandabyggðar
Elfa Björk Bragadóttir hefur verið ráðin í 50% starf fulltrúa á skrifstofu Strandabyggðar. Elfa Björk mun hefja störf 24. ágúst n.k.

Leikskólinn Lækjarbrekka
Guðrún Margrét Jökulsdóttir hefur verið ráðin í 100% starf í leikskólanum lækjarbrekku. Guðrún Margrét hefur störf um mánaðarmótin ágúst - september.
12.08.2011

Losun rotþróa í Strandabyggð

Losun rotþróa í Strandabyggð hefst mánudaginn 15. ágúst 2011. Það er fyrirtækið Hreinsitækni ehf. sem sér um losunina en fyrirtækið hefur áður unnið fyrir sveitarfélagið. ...
10.08.2011

Íþróttamiðstöðin auglýsir störf

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík auglýsir eftirtalin störf:

Starfsmaður í íþróttamiðstöð veturinn 2011 - 2012
- Afgreiðslustörf
- Baðvarsla í kvennaklefa
- Létt þrif
- Sundlaugarvarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin

10.08.2011

Atvinnumála- og hafnarnefnd - 5. ágúst 2011

Fundur var haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefnd föstudaginn 5. ágúst 2011 kl. 12:30 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Elfa Björg Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Matthía...
10.08.2011

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 4. ágúst 2011

  Fundur var haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 4. ágúst kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Valgeir Örn Kristjánsson, Hafdís...
10.08.2011

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 7. júlí 2011

  Fundur hjá Tómstunda-, íþrótta og menningarmálanefnd Strandabyggðar haldinn á Café Riis fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:00. Mætt voru Salbjörg Engilbertsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir...
10.08.2011

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 27. júní 2011

Fundur hjá Tómstunda-, íþrótta og menningarmálanefnd Strandabyggðar haldinn á Café Riis mánudaginn 27. júní kl. 19:30. Mættir voru nefndarmennirnir Salbjörg Engilbertsdóttir, Kristja...
10.08.2011

Fræðslunefnd - 11. júlí 2011

 Fundur haldinn í Fræðslunefnd Strandabyggðar mánudaginn 11. júlí 2011.  Mættir kl. 16.30 Steinunn, Ingibjörg, Katla, Victoría varamaður, Kristinn, Vala og Salbjörg sem ritar fundarge...
10.08.2011

Fræðslunefnd - 6. júní 2011

 Fundur haldinn í fræðslunefnd mánudaginn 6. júní 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins.  Mættir eru Snorri Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskó...
10.08.2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1186 - 9. ágúst 2011

  Fundur nr. 1186 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 9. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 17:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli J?...
10.08.2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1185 - 1. júlí 2011

 Fundur nr. 1185 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar föstudaginn 1. júlí 2011 á Klifstúni á Hólmavík. Fundurinn hófst kl. 21:30. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson, ...
09.08.2011

Störf til umsóknar í leikskólanum Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftirfarandi störf:

Nýtt starf
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir nýtt starf matráðs og ræstitæknis. Um er að ræða 100% starf frá kl. 08:00 - 16:00.

Afleysingar
Auglýst er eftir starfsfólki í afleysingar á leikskólann Lækjarbrekku.
08.08.2011

Skólaakstur 2011-2012

Veturinn 2011-2012 mun skólabíll Strandabyggðar fara tvær ferðir á dag suður Strandir þá daga sem kennsla fer fram í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík:
- Morgunferð verður á sama tíma og s.l. vetur þar sem gert er ráð fyrir að börn verði komin í Grunn- og Tónskólann á Hólmavík kl. 8:10 á morgnanna
- Heimferð verður farin kl. 14:00 frá Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík
08.08.2011

Aðalskipulag 2010-2022 aðgengilegt á vefsíðu

Aðalskipulag Strandabyggðar 2010 - 2022 er nú aðgengilegt á vefsíðu sveitarfélagsins, sjá hér.  Greinargerð með aðalskipulaginu má sjá hér.  Aðalskipulag Strandabyggðar var st...
05.08.2011

Dagskrá sveitarstjórnarfundar 9. ágúst 2011

Sveitarstjórnarfundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 9. ágúst 2011 og hefst hann kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfð...
05.08.2011

Kaldrananeshreppur styrkir Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík

Kaldrananeshreppur hefur ákveðið að styrkja Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík um kr. 200.000. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er vel sótt af innlendum og erlendum ferðamönnum. Í...
04.08.2011

Strandabyggð skilaði 3 ára fjárhagsáætlun á réttum tíma

Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum um vanskil sveitarfélagsins Strandabyggðar á 3 ára fjárhagsáætlun er vert að taka fram að sveitarfélagið skilaði inn 3 ára fjárhagsáætlun br...
03.08.2011

Störf í leikskóla og grunnskóla á Hólmavík

Spennandi, skemmtileg og krefjandi störf eru auglýst í skólum á Hólmavík:

Grunn- og Tónskólinn auglýsir 100% stöðu tungumálakennara. Kennslugreinar danska og enska á mið- og unglingastigi með umsjón á unglingastigi og 80% staða stuðningsfulltrúa á yngsta stigi. Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir nýtt starf matráðs og ræstitæknis. Um er að ræða 100% starf frá kl. 08:00 - 16:00 auk þess sem leikskólinn auglýsir eftir öflugu fólki í afleysingar.

Sjá nánar.