Pönkdansinn var stiginn á Klifstúninu
04.07.2011
Pollapönkarar mættu á kvöldvöku á Klifstúni á föstudagskvöldinu á Hamingjudögum. Piltarnir voru eldhressir og glöddu alla viðstadda með einstaklega líflegri og skemmtilegri sviðsfr...

Pollapönkarar mættu á kvöldvöku á Klifstúni á föstudagskvöldinu á Hamingjudögum. Piltarnir voru eldhressir og glöddu alla viðstadda með einstaklega líflegri og skemmtilegri sviðsframkomu. Vinsældir þeirra meðal ungra og aldinna eru miklar á Ströndum enda eru drengirnir sannkallaðir gleðigjafar. Fengu þeir Strandamenn til að syngja og dansa, brosa og hlæja í tómri hamingju og gleði. Eftir vel skipulagt uppklapp tóku þeir síðan 113 Vælubílinn sem er án efa eitt vinsælasta lag á Íslandi síðustu mánuði.