4. – 6. bekkur vikuna 22. – 26. ágúst
Allir komu glaðir og kátir aftur til starfaeftir sumarfrí. Umsjónarkennararnir Inga og Kolli tóku á móti okkur og fóru meðokkur út. Við byrjuðum á smá hópefli og fórum í skemmtilega leiki og höfðumgaman. Við hittum svo nýja listakennarann hana Dúnu og fylgdi Inga okkur tilhennar. Þar unnum við möppur undir dótið okkar sem við munum vinna í vetur. Ííslensku hittum við svo Hrafnhildi Guðbjörns. ásamt Ingu.
Í stærðfræðinni unnum við í bókum og fórum ístærðfræðileiki. Við unnum einnig með mynstur og lærðum hliðrun, snúning ogspeglun. Við stimpluðum á blöð ýmis mynstur sem við klipptum út úr svömpum. Íupplýsingatækni vann helmingur af hópnum verkefni inn á bókasafni og hinnhelmingurinn fór í tölvur og skrifaði sögu um sumarfríið. Í tjáningu og tónmennt fórum við ítrommuhring og para leiki. Í samfélagsfræðinni erum við að læra á landakort.Við erum núna að læra um lengdarbauga og breiddarbauga. Í nátturufræðinni erumvið að læra um lífríki í fersku vatni. Þar vinna Ása og Inga með okkur.
Í útitímanum héldum við áfram að vinna meðmynstur í umhverfinu. Við löbbuðum um bæinn og fundum alls kyns mynstur ogtókum myndir af þeim. Við fórum svo aftur út í íslenskutíma og fundum nafnorðog fórum svo inn og flokkuðum þau í kyn og et. og ft.
Á föstudaginn fengum við Skjatta í hendurnarog settum okkur markmið fyrir næstu viku. Við fengum líka lestrarbækur og ætlumað vera dugleg að lesa heima á hverjum degi. Vikan endaði svo á enskutíma þarsem við máttum bara tala ensku í tímanum. Þar unnum við einnig verkefni umfjölskylduna.
Takk fyrir vikuna,
Inga og Kolli