Fara í efni

Skúffukökur, kleinur og djús :)

26.08.2011
 Sælir kæru foreldrar :)Fyrsta vika skólaársins er liðin og gekk hún alveg ljómandi vel.Við notuðum þessa fyrstu kennsluviku í rólegheitarvinnu með áherslu á  vettvangsferðir. Fyr...
Deildu
 

Sælir kæru foreldrar :)


Fyrsta vika skólaársins er liðin og gekk hún alveg ljómandi vel.


Við notuðum þessa fyrstu kennsluviku í rólegheitarvinnu með áherslu á  vettvangsferðir.


Fyrsta vettvangsferðinn var farinn á Sauðfjársetrið. Þar tóku þær Sigga og Gunný á móti okkur, þær fóru með okkur í gegnum allt safnið. Svo buðu þær okkur upp á kleinur, skúffuköku og djús.


Í vetur munum við svo vinna nokkur verkefni sem tengjast húsdýrunum.


Farið var í vettvangsferð niður á tanga þar sem við skoðuðum meðal annars bryggjuna og fórum í heimsókn í beitningaskúra. Þar hittum við nokkra hressa karla. Við fórum einnig í fjöruna hjá Kópnesi og út í Sandsker þar týndum við skeljar, kuðunga og annað fjörugull.


Þessa önn verður áhersla lögð á fjöruna og hafið, við munum svo vinna nokkur verkefni því tengd.

Allir voru mjög duglegir að vinna verkefni í stærðfræði og íslensku. Í vikulok fóru flestir heim með lestrarbók.


Í næstu viku mun ég útskýra fyrir nemendum hvernig á að nota ,,Skjatta" en það er dagbók sem nemendur fá í hendurnar eftir að þeir hafa sett sér námsmarkmið fyrir vikuna.                                        
En þeir setja sér markmið fyrir hverja viku og ef þau ná að vinna þau á skólatíma þá hafa þau unnið af sér heimanám vikunnar. Nái þau ekki að klára það sem sett var upp, vinna þau það upp heima. En ef nemendur vilja vinna lengra en markmiðin segja til um, er það að sjálfsögðu leyfilegt.


                                                                                                                          Bestu kveðjur, Vala

Til baka í yfirlit