Fara í efni

Upphaf skólaársins

20.09.2011
Þetta höfum við verið að vinna að það sem af er skólaársins.Íslenska: Í íslensku höfum við verið að vinna mikið ímálfræði. Við höfum einnig nýtt okkur útidagana á fimmtud...
Deildu
Þetta höfum við verið að vinna að það sem af er skólaársins.

Íslenska: Í íslensku höfum við verið að vinna mikið ímálfræði. Við höfum einnig nýtt okkur útidagana á fimmtudögum og safnaðnafnorðum, sjósett sjóorð og fleira. Undanfarið hefur verið mikil áhersla áundirbúning fyrir samræmd próf í 4. bekk.

Stærðfræði: Í stærðfræðinni höfum við verið að vinna hvertog eitt á sínum stað í bókunum. Einnig höfum við verið að vinna í þemaheftinu Mynstur.Í tengslum við Mynstur höfum við verið að stimpla, safna mynstrum í umhverfinu,lært snúning, hliðrun og speglun í gegnum stimplun og margt fleira. Við höfumeinnig nýtt útitímana í ratleik með hnitakerfi. Undirbúningur fyrir samræmtpróf í 4. bekk hefur verið áberandi undanfarið.

Listir: Í listum höfum við verið að vinna verkefni tengtNorðurlöndunum en það er bókagerð. Einnig höfum við verið að vinna sandmynd ogskilti fyrir Göngum í skólann verkefnið.

Enska: þar höfum við verið að æfa okkur í að tala ensku í tímunum,lært tölurnar frá 1-20, litina, lært um fjölskylduna og fleira skemmtilegt.

Upplýsingatækni: Þar höfum við verið að æfa okkur ífingrafimi, unnið á bókasafninu, unnið stærðfræðiverkefni, íslenskuverkefni,word, lært að setja okkur markmið og fleira.

Samfélagsfræði: Þar höfum við verið að vinna með kortalestur,lengdarbauga, breiddarbauga og tímabelti.

Tónmennt og tjáning: þar höfum við verið að vinna með spuna,leikrit, trommuhring, söng fyrir gamlafólkið á elliheimilinu og fleiraskemmtilegt.

Náttúrufræði: Þar vinnum við með bókina Líf í fersku vatni.Við höfum farið í vettvangsferð í Kálfaneslækinn, gert tilraunir með vatn ogfleira.  
Til baka í yfirlit