Kæru foreldra
Fjórða kennsluvikan gekk ljómandi vel, eins og við var að búast
Vikan byrjaði frekar rólega hjá okkur. Á mánudeginum fórum við á leiksýninguna Gýpugarnagaul í félagsheimilinu.
En Gýpugarnagaul er sýning sem byggð er á gömlum íslenskum munnmælasögum og kveðskap. Það segir frá Gýpu sem er sífellt svöng og gleypir í sig allt sem á vegi hennar verður á þess að hugsa um afleiðingarnar. Nemendur skemmtu sér vel á sýningunni.
Á þriðjudeginum var stafurinn á Á kynntur. Þá unnu nemendur verkefnablöð sem reyndu á fínhreyfingar þeirra. Þegar allir voru búnir að drekka var farið í listir. Eftir hádegismat settu nemendur sér markmið fyrir vikuna en samhliða því unnu þeir verkefni í íslensku. Þar sem unnið var með bókstafi og orðmyndir.
Á miðvikudeginum byrjuðum við á því að ræða saman um stafinn Á á, við fundum nokkur orð sem áttu Á á sem fyrsta staf. Þá skráðu nemendur tvö orð í orðasafnið sitt. Einnig voru verkefni unninn í Við lesum og Sproti.
Á fimmtudeginum myndskreyttu nemendur ljóð í verkefnabókina sína Sín ögnin af hverju. 1. bekkur vann í verkefnabókinni Skólabókin mín þar sem þeir teiknuðu sjálfsmynd og skrifuðu afmælisdaginn sinn. 2. Bekkur vann í verkefnabókinni Aðgát í umferðinni. Þar fundu þeir öruggustu leiðina heim, hvar er óhætt að leika sér og við skoðuðum nokkur umferðarmerki.
Á föstudeginum var farið í heimakrók þar sem farið var í rím, bókstafi og atkvæði klöppuð.
Við gerðum margt annað skemmtilegt í vikunni. Við fórum í leiki úti á velli, héldum leiksýningar fyrir hina í bekknum í brúðuleikhúsinu okkar, við perluðum , púsluðum, lékum okkur með teygjurnar og margt fleira.
Á miðvikudaginn fer allur skólinn í gönguferð um Hólmavík að tilefni ,,Göngum í skólann“ verkefnisins. Þá kemur í ljós hvaða bekkur hreppir gullskóinn eftirsótta J
Takk fyrir vikuna,
Kveðja Vala
