Fara í efni

12-16 september 2011

16.09.2011
Vikan hefur gengið mjög vel. Allir eru á fullu við vinnu sína og það er alltaf gaman í kennslustundum. Þessi vika byrjaði með látum því á mánudag var tjáning. Var unnið með lei...
Deildu
Vikan hefur gengið mjög vel. Allir eru á fullu við vinnu sína og það er alltaf gaman í kennslustundum. Þessi vika byrjaði með látum því á mánudag var tjáning. Var unnið með leiki sem áttu að efla samvinnu nemenda og hjálpa þeim að kynnast. Er þetta mjög mikilvægt þar sem að þessir tveir bekkir hafa aldrei verið eins mikið saman og þeir verða í vetur. 
Í stærðfræði unnu nemendur 8. bekkjar eftir einstaklingsáætlunum, sem gengur mjög vel. Er áætlunin í Skjatta þannig að foreldrar eiga mjög auðvelt með að fylgjast með námi barnsins. Enginn er á sama stað og allir vinna á sínum hraða. Nemendur 7. bekkjar hafa verið að undirbúa sig fyrir samræmdu prófin sem eru í næstu viku. Sú vinna gengur vel.
Í náttúrufræði hófum við umfjöllun um blóðrásina sem er mjög spennandi efni og nemendur hafa frá mörgu að segja í kennslustundum.
Í íslensku hafa nemendur 8. bekkjar unnið í Skerpu. Nú ættu allir að hafa lokið vinnu sinni við lotu 1. Nemendur 7. bekkjar hafa verið að undirbúa sig fyrir samræmdu prófin ásamt því að vinna í réttritunarorðabók.
Á mánudag var söngstund þar sem sungin voru óskalög 8. bekkjar. Í næstu viku verða óskalög 9. bekkjar sungin. Á miðvikudaginn hófst átakið Göngum í skólann sem mun standa næstu þrjár vikurnar og enda með Norræna skólahlaupinu.
Spennandi viku lokið og helgin tekur við. Ný vika verður komin áður en við vitum af og verður gaman að sjá hvað hún færir okkur, örugglega eitthvað skemmtilegt og spennandi.
Hafið það gott og bestu kveðjur.
Hrafnhildur, Ása, Steinar og Oddur.
Til baka í yfirlit