Fara í efni

Samræmd könnunarpróf framundan

16.09.2011
Kæru nemendur í 10. bekk og foreldrar og forráðamenn.Eins og áður hefur komið fram verða samræmd könnunarpróf í 10. bekk eins og hér segir:Íslenska mánudagur 19. sept. kl. 09:00 - 12...
Deildu
Kæru nemendur í 10. bekk og foreldrar og forráðamenn.

Eins og áður hefur komið fram verða samræmd könnunarpróf í 10. bekk eins og hér segir:
Íslenska mánudagur 19. sept. kl. 09:00 - 12:00
Enska þriðjudagur 20. sept. kl. 09:00 - 12:00
Stærðfræði miðvikudagur 21. sept. kl. 09:00 - 12:00

Nemendur í 10. bekk mega ekki yfirgefa prófstað fyrir kl. 10:00.

GSM símar eru bannaðir meðan á prófi stendur. Hafi nemendur GSM síma með sér er
nauðsynlegt að slökkt sé á þeim og þeim komið í vörslu þess sem situr yfir.

Nemendum er óheimilt að vera með tónlist í eyranu í samræmdum könnunarprófum, t.d.
úr MP3 eða iPod spilurum. Slíkt getur truflað nemendann sjálfan og nemendur á næstu
borðum.

Nemendum í 10. bekk er heimilt að hafa nesti með sér í próf. Þó skal svo frá því
gengið að það sé snyrtilegt og neysla þess trufli ekki aðra.

Nemendur eiga að nota penna með svörtu eða dökkbláu bleki í krossaspurningum, líka í
stærðfræðiprófinu. Skrautpennar og tússpennar eru með öllu bannaðir. Nemendur mega
nota dökkan blýant við útreikninga í stærðfræðiprófinu, í stafsetningu og við ritun
í íslensku.

Leyfileg hjálpargögn í stærðfræði í 10. bekk eru reglustika, gráðubogi, hringfari og
vasareiknir. Athugið að notkun reiknivélar er heimil í öllu stærðfræðiprófinu í 10.
bekk.

ATHUGIÐ AÐ sú breyting verður á prófum í íslensku og ensku í 10. bekk að nemendur
skrifa eina ritgerð en
ekki tvær eins og verið hefur undanfarin ár. Ástæður þessa eru hvort tveggja að
hluti nemenda hefur einungis lokið annarri ritgerðinni og einnig að dregið verður úr
yfirferð vegna niðurskurðar. Vægi hliðrast til í íslensku þannig að ritun vegur nú
20% af heildareinkunn en í ensku verður tilfærsla vægi innan málnotkunarhlutans.

Kæru nemendur. Passið uppá að hvílast vel og óttast ekki prófin. Þið gerið ykkar
besta og vandið ykkur.

Hér má sjá upplýsingar um framkvæmd og uppbyggingu prófanna:
http://www.namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/framkvamd/framkvamd_47010_2011.pdf

Hér má nálgast gömul próf og lausnir.
http://www.namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/1010.html

Hér er góð þjálfunarsíða fyrir próf. Notendanafn er grunnskolihol og lykilorðið er
kennari 79
http://skolavefurinn.is/_opid/_valmynd/profasidan/index.html

Hikið ekki við að hringja eða senda tölvupóst ef einhverjar spurningar vakna!

Gangi ykkur vel,
Hildur
s. 661-2010.
hildur@holmavik.is
Til baka í yfirlit