Frá og með deginum í dag 16. september mun Árný Huld Haraldsdóttir, stundakennari við Grunnskólann, taka við allri dönskukennslu í 7. og 8. bekk af undirrituðum. Árný hefur verið með í kennslustundum í þessari viku og er kominn með góða yfirsýn yfir það sem nemendur eru/hafa verið að að fást við.
Í dag afhenti Árný nemendum nýtt námsefni sem heitir START. Efnið byggir á lesbók og vinnubók. Einnig munu nemendur vinna með bókina Ung i 8. klasse auk annarra þátta en hún mun kynna þetta allt betur þegar fram líða stundir. Eitt er víst að Árný ætlar sér að gera dönskunámið spennandi áhugavert og umfram allt skemmtilegt.
Með þökk fyrir samveruna í ágúst og það sem af er september og gangi ykkur öllum vel.
Venlig hilsen
Bjarni Ómar