Fara í efni

Stærðfræði og náttúrufræði 12. - 16. sept. 2011

16.09.2011
Þessa viku var 10. bekkur að undirbúa sig fyrir samræmt próf í stærðfræði. Reiknuðu þeir samræmda prófið frá því í fyrra og við fórum yfir það. Nemendur 9. bekkjar héldu áf...
Deildu

Þessa viku var 10. bekkur að undirbúa sig fyrir samræmt próf í stærðfræði. Reiknuðu þeir samræmda prófið frá því í fyrra og við fórum yfir það. Nemendur 9. bekkjar héldu áfram sinni vinnu og hver og einn reiknaði eftir einstaklingsáætlun sinni.
Gengur það mjög vel og á mánudögum förum við yfir það hvernig síðasta vika gekk og gerum nýja áætlun fyrir komandi viku. Allt er skrifað í Skjatta þannig að foreldrar geta fylgst með þar. 10. bekkur fer í sama form eftir samræmdu prófin, þegar lífið verður eðlilegt á ný.
Í náttúrufræði fórum við yfir kafla 2. Fjallar kaflinn um Krafta og vinnu.
Góðar kveðjur og takk fyrir vikuna.
Ása

Til baka í yfirlit