Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

06.06.2013

Björn Sigurður 5 ára

Hann Björn Sigurður er fimm ára í dag. Hann fékk kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. Til hamingju með afmælið :o)...
05.06.2013

Starfskraftur óskast

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir aðstoðarmanni í 50% starf til liðsinnis við fatlaðan einstakling sem er úti á vinnumarkaðnum. Tímabilið sem um ræðir er frá 10. júní - 15. júlí nk. og svo aftur í tvær vikur í ágúst.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri í síma 842-2511.

04.06.2013

Hjóladagur.

Á morgun miðvikudag, verður hjóladagur hjá okkur á Lækjarbrekku.  Börnin koma með hjólin sín og hjálma að heiman og við leikum okkur á hjólum á planinu fyrir framan Braggann.  L?...
04.06.2013

Starf félagsmálastjóra er laust til umskóknar

Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps í samvinnu við Hagvang auglýsa lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra. Umsóknarfrestur er til 18. júní 2013.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku.
03.06.2013

Atvinnuauglýsing

Laus störf við Leikskólann Lækjarbrekku Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum til starfa. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar se...
31.05.2013

Fréttir af framhaldsdeild - dreifnámi á Hólmavík

Í dag, föstudaginn 31. maí komu hingað á Hólmavík til fundar við sveitarstjórnarmenn þau Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV (Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra) og Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari. Tilefni fundarins var væntanleg framhaldsdeild - dreifnám sem mun hefjast hér á Hólmavík í haust. Stilla þarf saman strengi og stíga niður í takt þar sem mikill undirbúningur er framundan og ljóst þarf að vera hver skal gera hvað. FNV hefur þegar keyrt sambærilegt verkefni á Hvammstanga síðastliðinn vetur og gekk það með miklum ágætum. Þau eru því mjög spennt að koma dreifnámi á Hólmavík á laggirnar og búum við að reynslu FNV og þeirra Hvammstangamanna og munum við njóta góðrar leiðsagnar frá þeim.
30.05.2013

Laus tún í Strandabyggð

Strandabyggð auglýsir eftir umsóknum um laus tún í eigu sveitarfélagsins. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík eða á netfangið strandabyggd.@s...
30.05.2013

Vinnuskóli Strandabyggðar - sumar 2013

Vinnuskóli Strandabyggðar hefur göngu sína mánuadginn 3. júní kl. 8:30. Ingibjörg Benediktsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir verða leiðbeinendur vinnuskólans i sumar og skipta þær ...
29.05.2013

Vorhátíð

Undanfarna daga hafa nemendur og starfsfólk brotið upp hefðbundna skóladaga með mikilli listsköpun. Hér hefur verið málað, smíðað, saumað, samin tónlist, leikið, dansað, endurunni?...
29.05.2013

Ungmennaráð Strandabyggðar - Fundargerð 19. apríl 2013

Fundur Ungmennaráðs Strandabyggðar nr. 1 var haldinn í Hnyðju föstudaginn 19. apríl kl. 17:00. Mætt voru Þorbjörg Matthíasdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir, Guðfinnur Ragnar Jóhannsson, Jóhanna Rósmundsdóttir og Valdimar Friðjón Jónsson. Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi stjórnaði fundargerð og ritaði fundargerð.
29.05.2013

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1209 - 28. maí 2013

Fundur nr. 1209 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 28. maí 2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti og Viðar Guðmundsson, Ásta Þórisdóttir og Bryndís Sveinsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
28.05.2013

Árleg vorsýning Leikskólans Lækjarbrekku

Hin árlega vorsýning Leikskólans Lækjarbrekku hefur verið sett upp í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Ekki verður um formlega opnunarhátíð að ræða þetta árið þar sem mörg b...
28.05.2013

Vorsýning 2013

Nú hefur Vorsýningin okkar verið sett upp í Íþróttamiðstöðinni. Þar sem mörg börn hafa verið, og eru ennþá veik, verður ekki formleg opnunarhátíð þetta árið. Gestabókin er ?...
27.05.2013

Síðustu dagar skólaársins

Sælir kæru foreldrarUndanfarna daga hafa nemendur Grunnskólans verið að undirbúa vorhátíð sem haldin verður miðvikudaginn 29. maí. Skólinn hefur verið undirlagður af sköpun í hinum...
24.05.2013

Ungarnir komnir í fóstur

 Elsku mamma og pabbi  Þegar ég mætti í skólann á þriðjudaginn voru ungarnir okkar farnir. Þeir fóru í fóstur til Ingu Emils og ætlar hún að hugsa um þá þar til þeir fara á Sa...
24.05.2013

Sveitarstjórnarfundur 1209 í Strandabyggð

Fundur 1209 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 28. maí 2013, kl. 16.00 í Hnyðju.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

24.05.2013

Sveitaferðin

Fimmtudag og föstudag í þessari viku höfum við farið í heimsókn til Siggu og Ragga á Heydalsá, og fengið að kíkja í fjárhúsin.  Þar höfum við fengið að skoða okkur um og leik...
22.05.2013

Fræðslunefnd 8. maí 2013

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd 8. maí 2013 og hófst hann kl. 20.00 á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.

Boðuð voru: Viðar Guðmundsson, Sigurður Vilhjálmsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir.

22.05.2013

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1208 - 21. mai 2013

Fundur nr. 1208 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 21. maí 2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti og Viðar Guðmundsson. Sveitarstjórnarmennirnir Ásta Þórisdóttir og Bryndís Sveinsdóttir boðuðu forföll og tóku varamennirnir Ingibjörg Benediktsdóttir og Rúna Stína Ásgrímsdóttir sæti þeirra. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
17.05.2013

Heimsókn í sveitina til Þóreyjar :)

 Elsku mamma og pabbi  Ég gerði margt skemmtilegt í vikunni, sumt var svolítið erfitt eins og taka próf en ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég fór í málfræðipróf, skrifaði sög...
17.05.2013

Sveitarstjórnarfundur 1208 í Strandabyggð

Fundur 1208 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 21. maí 2013, kl. 16.00 í Hnyðju.
10.05.2013

Gjöf til skólans

 Elsku mamma og pabbi  Já, ég var svakalega dugleg/ur alla vikuna. Ég vann öll verkefnin sem fyrir mig voru lögð. Ég lærði stafinn X x og gerði helling af verkefnum honum tengd. Ég sk...
10.05.2013

Vorverkin - Framhaldsdeild á Hólmavík - Dreifnám

Það er vor í lofti! Á þessum tíma eru flestir farnir að huga að sumarfríum og sumarstörfum. Hér í Strandabyggð virðist sem nægt framboð sé af sumarstörfum, helst að það vanti starfsfólk en það er lúxusverkefni sem við tökumst á við og leysum. En þótt vor og sumar sé það sem við helst hugum að núna þá er þetta líka tíminn til að huga að komandi vetri - sérstaklega hjá þeim sem hyggja á nám.
10.05.2013

Starf í IÐJU - brautryðjendastarf

Í haust mun Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps opna Iðju fyrir fólk sem hefur lítið fyrir stafni dags-daglega vegna atvinnuleysis, sjúkdóma, fötlunar, þá sem eru félagslega einangraðir og þá sem eru í endurhæfingu og aðra sem hafa áhuga á þátttöku. Iðjan er staður þar sem opið er frá 9.00 á morgnana til klukkan 14:00 á daginn alla virka daga og er opið hús fyrir alla sem vilja.
09.05.2013

Grunnskólinn á Hólmavík - starfsauglýsing

Við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík vantar kennara og stuðningsfulltrúa til starfa skólaárið 2013-2014.
Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa kennsluréttindi. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.
08.05.2013

Laugar í Sælingsdal

Kæru þið!Mikið skemmtum við okkur vel saman á Laugum í Sælingsdal í liðinni viku!  Laugar, ungmenna- og tómstundabúðirnar var okkar áningarstaður með meiru frá mánudegi 29. aprí...
08.05.2013

Allir öruggir heim

Í morgun komu þrír félagsmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík í heimsókn til 1. bekkjar. Tilefnið var að færa skólanum að gjöf endurskinsvesti til notkunar fyrir 1. be...
07.05.2013

Söfnunin Börn hjálpa börnum

Síðastliðnar þrjár vikur hafa nemendur í 6. bekk tekið þátt í söfnun fyrir hjálparstrarf ABC og söfnuðu alls 41.588 kr.Þeir nemendur sem tóku þátt í söfnuninni voru: Bríanna Je...
03.05.2013

Það er leikur að læra

 Elsku mamma og pabbi   Ég stóð mig mjög vel alla vikuna og var svakalega dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum bæði í íslensku og stærðfræði. Ég lærið stafinn Ei ei og gerð...
03.05.2013

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps hefur sagt starfi sínu lausu

Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps hefur sagt upp störfum sínum sem félagsmálastjóri. Uppsögn hennar tók gildi um síðustu mánaðarmót. Hildur Jakobína hyggur á flutninga til höfðuborgarsvæðisins af persónulegum ástæðum og lætur af störfum í júlí nk.