Fara í efni

Gjöf til skólans

10.05.2013
 Elsku mamma og pabbi  Já, ég var svakalega dugleg/ur alla vikuna. Ég vann öll verkefnin sem fyrir mig voru lögð. Ég lærði stafinn X x og gerði helling af verkefnum honum tengd. Ég sk...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi  


Já, ég var svakalega dugleg/ur alla vikuna. Ég vann öll verkefnin sem fyrir mig voru lögð. Ég lærði stafinn X x og gerði helling af verkefnum honum tengd. Ég skrifaði aðeins í sögubókina mína, las frjálst í frjáls lestrarbókinni minni, fór í leikinn 1, 2, og 6, ég tók þátt í paralestri og svo vann ég æfingahefti í íslensku.


Ég er enn með aukaverkefni í stærðfræði í skólatöskunni minni sem ég má vinna í að vild.


Í sundtíma hjá Ásu tók ég sundpróf og það gekk rosalega vel. Ég er alveg skuggalega flink/ur í sundi.

 

Ég fór í undirbúningi fyrir vorhátíðina. Ég byrjaði aðeins á sverðinu mínu og svo klippti ég út búninginn minn úr strigapoka og náði aðeins að byrja að sauma.

Í tjáningu kom Jóhanna í heimsókn og var með kynningu um einhverfu. Ég fræddist um að þeir sem eru með einhverfu eiga meðal annars erfitt með að eignast vini, setja sig í spor annarra, mynda augnsamband og þola illa mikið áreiti (s.s. hávaða, ljós eða lykt...).

Sigurður, Úlfar og Björk frá björgunarsveitinni Dagrenningu komu í heimsókn til okkar og færðu skólanum átta öryggisvesti sem við fáum afnot af í vettvangsferðum.

 

Þessi vika var í styttra lagi þar sem það var frí á uppstigningadag en ég náði samt að gera alveg helling og miklu meira en það sem hér kemur fram :)
 

Í næstu viku byrja ég í prófum, í kennsluáætluninni minni er hægt að sjá hvenær ég fer í hvaða próf. Svo er mér boðið á leiksýningu á morgun mánudag í félagsheimilinu á Hólmavík. Sýningin byrjar klukkan tvö.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  


Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)

 

Til baka í yfirlit