Elsku mamma og pabbi
Ég stóð mig mjög vel alla vikuna og var svakalega dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum bæði í íslensku og stærðfræði. Ég lærið stafinn Ei ei og gerði helling af verkefnum honum tengd. Ég skrifaði aðeins í sögubókina mína, las frjálst í frjáls lestrarbókinni minni, fór í leikinn 1, 2, og 6 en þá kasta ég tening og finn orð sem hefur jafnmarga stafi og talan sem kom upp á teningnum sagði til um.
Í skólatöskunni minni er ég með aukabók í stærðfræði sem ég má vinna í að vild. Þegar ég hef klárað hana skila ég henni til Völu og hún gefur mér nýja bók.
Í sundtíma hjá Ásu æfði ég skriðsund, þá æfði ég fótatök með og án korks. Svo ég endaði tímann á því að fara í boðhlaup það var geggjað gaman.
Ég kláraði snagann minn hjá Ástu og fékk að taka hann með mér heim.
Í trúarbragðafræði fór ég í upprifjun, ég mundi það til dæmis vel að búddamunkar raka höfuð sitt þegar þeir ganga í klaustur og klæðast appelsínugulum kuflum. Einnig að siðfræði búddista byggist á virðingu fyrir öllu lifandi, og látlausum lífsstíl. Og mamma vissir þú að búddismi eru ólíkur öðrum trúarbrögðum að því leyti að ekki er gert ráð fyrir tilvist guðs. Ég mundi að margir hindúar borða ekki kjöt og alls ekki kjöt af kúm því að á Indlandi eru þær heilagar. Pabbi vissir þú að hindúatrú er þriðju stærstu trúarbrögð heims og einn af siðum þeirra er að mála rauðan blett á ennið þegar þeir klæða sig í spariföt. En þessi blettur á að hjálpa þeim að muna að vera góð og hjálpsöm.
Það var svo enginn skóli á miðvikudeginum því að þá var fyrsti maí. En þrátt fyrir það þá gerði ég margt annað skemmtilegt í vikunni, til dæmis lék ég mér aðeins í lego kubbunum, ég hélt á ungunum og svo er ég búin/n að vera mjög dugleg/ur að lesa fyrir ungana og þá róast þeir mikið og sofna. Þeir hafa stækkað alveg helling. Ég hitti líka hópinn minn og saman héldum við áfram með undirbúning vorhátíðar.
Ps. Ég þarf ekki að mæta í skólann næsta fimmtudag því að þá er uppstigningadagur.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)
