Elsku mamma og pabbi
Þegar ég mætti í skólann á þriðjudaginn voru ungarnir okkar farnir. Þeir fóru í fóstur til Ingu Emils og ætlar hún að hugsa um þá þar til þeir fara á Sauðfjársetrið. Þeir verða á Sauðfjársetrinu í sumar en koma svo aftur í skólann næsta haust.
Ég gerði margt mjög skemmtilegt í vikunni, ég kláraði þemaverkefnið mitt um Búkollu og Blómin á þakinu. Ég vann aðeins í sprotabókinni minni og aðeins í íslenskubókunum mínum. Ég fór í lesskilningspróf og í úti íþróttir.
Fimmtudagurinn og föstudagurinn fóru að öllu leiti í undirbúningsvinnu vegna listahátíðar okkar. Ég saumaði búninginn minn, sagaði út sverðið mitt og bjó til blóm, boðsmiða og ýmislegt annað úr pappír. Svo æfði ég atriðið mitt og hjálpaði hinum með þeirra atriði.
Í næstu viku mun ég halda áfram að undirbúa listahátíðina því á miðvikudaginn mun hún svo fara fram. Hátíðin hefts klukkan tíu og þið eru að sjálfsögðu velkominn elsku mamma og pabbi.
Vortónleikar Tónskólans fara fram í kirkjunni á morgun mánudag og þriðjudag og hefjast þeir klukkan átta stundvíslega. Þið hafið fengið sendan tölvupóst frá tónlistakennurum sem segir til um hvenær ég á að koma fram.
Foreldraviðtöl fara einnig fram í vikunnu (þriðjud. - fimmtud.) og ef þið viljið hitta kennarann minn þá endilega sendið honum póst þess efnis sem fyrst svo hægt sé að raða niður á viðtalstíma.
Skólanum verður svo slitið föstudaginn 31. maí í kirkjunni kl. 12
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)