01.08.2013
Leikskólinn Lækjarbrekka - laus störf
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum til framtíðarstarfa og jafnframt starfsmanni í eldhús og ræstingar í afleysingar til áramóta. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfskröftum sem hafa gaman af vinnu með börnum, búa yfir góðri samskiptahæfni og hafa ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægur kostur. Starfsmenn þurfa að geta hafið störf sem fyrst.





















