Fara í efni

Vestfjarðarvíkingurinn

02.07.2013
Keppni í Vestfjarðarvíkingnum verður á Hólmavík nú á fimmtudaginn.Keppt verður í sundlauginni klukkan 12:30 og eru allir áhugasamir velkomnir að fylgjast með kraftajötnunum spreyta s...
Deildu
Keppni í Vestfjarðarvíkingnum verður á Hólmavík nú á fimmtudaginn.

Keppt verður í sundlauginni klukkan 12:30 og eru allir áhugasamir velkomnir að fylgjast með kraftajötnunum spreyta sig.

Til upphitunar mun Geislinn vígja ný Skólahreysti-tæki í íþróttasalnum og er öllum frjálst að prufa þau milli klukkan 11 og 12 á fimmtudaginn. Hægt verður að æfa sig í hreystigreipi, dýfingum, upphífingum og armbeygjum auk þess sem þrautabraut verður á staðnum. Tímataka og talning verður í boði.
Til baka í yfirlit