Fara í efni

Námskeið og smiðjur eru ókeypis

27.06.2013
Fram til laugardags er boðið upp á nokkrar smiðjur og vegna góðra styrkja frá fyrirtækjum í Strandabyggð og HSS verða þær ókeypis.  Í dag fimmtudag er eins og áður segir námskei?...
Deildu

Fram til laugardags er boðið upp á nokkrar smiðjur og vegna góðra styrkja frá fyrirtækjum í Strandabyggð og HSS verða þær ókeypis.

 Í dag fimmtudag er eins og áður segir námskeið í margskonar magadansi í Félagsheimilinu á Hólmavík og er leiðbeinandi Margrét Erla Maack.  Síðasti dagur í kassabílasmiðjunni er heima hjá Valla í dag milli kl. 15 og 18 og á morgun föstudag er Ukulele tónlistarsmiðja með Svavari Knút í setustofu Grunnskólans og á Laugardagsmorgunn er Sirkus Ísland með sirkusnámskeið í Félagsheimilinu.  

Endilega mætið bara á staðinn og takið þátt.  Nánar auglýst í dagskránni á www.hamingjudagar.is
Til baka í yfirlit