Jón Gísli leitar afbrigða við áður boðaða dagskrá að 12 mál á dagskrá verði liður 2 fundargerðar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 16. Maí 2013
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Ársreikningur 2012 - síðari umræða
- Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2014 - 2016, síðari umræða endurtekin
- Gjaldskrá vegna útleigu á túnum og beitarhögum í eigu Strandabyggðar
- Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
- Erindi frá Steinunni Þorsteinsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
- Erindi frá Völu Friðriksdóttur, ósk um launalaust leyfi í eitt ár, dagsett 20/05/2013
- Erindi frá Torfa Leóssyni, Leggjum rækt við frið, dagsett 24/05/2016
- Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða 2010 og 2011
- Fundargerð Ungmennaráðs
- Fundargerð Velferðarnefndar
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar
- 2 liður úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 16. maí 2013.
Þá var gengið til dagskrár.
- Ársreikningur 2012 - síðari umræða
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 9,0 millj. kr en rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 2,3 millj. kr samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2012 nam 267,0 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta 365,0 millj. kr.
Ársreikninginn í heild sinni verður hægt að skoða inn á vef sveitarfélagsins www.strandabyggð.is - Sveitarstjórn staðfestir Ársreikning Strandabyggðar fyrir árið 2012
Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2014 - 2016, síðari umræða endurtekin
Sveitarstjórn samþykkir þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2014 - 2016. - Gjaldskrá vegna útleigu á túnum og beitarhögum í eigu Strandabyggðar
Sveitarstjórn samþykkir að leigugjald á túnum í eigu Strandabyggðar sé 8000 kr. á hektara. Leigugjald fyrir beitarlönd í eigu Strandabyggðar er 4000 kr. á hektara. - Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
Sveitarstjórn þakkar Ingibjörgu fyrir vel unnin störf í þágu Fræðslunefndar. - Erindi frá Steinunni Þorsteinsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
Sveitarstjórn þakkar Steinunni fyrir vel unnin störf í þágu Fræðslunefndar.
Sveitarstjórn leggur til að Ester Sigfúsdóttir og Sigurður Árni Vilhjálmsson taki sæti Ingibjargar og Steinunnar sem aðalmenn í Fræðslunefnd. Einnig er lagt til að Hrefna Guðmundsdóttir og Snorri Jónsson taki sæti sem varamenn í Fræðslunefnd. - Erindi frá Völu Friðriksdóttur, ósk um launalaust leyfi í eitt ár, dagsett 20/05/2013
Sveitarstjórn samþykkir að Vala fái launalaust leyfi í eitt ár. - Erindi frá Torfa Leóssyni, Leggjum rækt við frið, dagsett 24/05/2016
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu Leggjum rækt við frið. - Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða 2010 og 2011
Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árin 2010 og 2011 eru lagðir fram til kynningar. - Fundargerð Ungmennaráðs
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð Ungmennaráðs. - Fundargerð Velferðarnefndar
Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega lið nr. 4 og samþykkir fundargerð Velferðarnefndar. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar
Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega lið nr. 1 og samþykkir fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar. - 2 liður úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 16. maí 2013.
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi.
Sveitarstjórn samþykkir lið nr. 2 en hafnar beiðni um niðurfellingu gjalda.
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson koma aftur á fund.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:59.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
28. maí 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar