Fara í efni

Heimsókn í sveitina til Þóreyjar :)

17.05.2013
 Elsku mamma og pabbi  Ég gerði margt skemmtilegt í vikunni, sumt var svolítið erfitt eins og taka próf en ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég fór í málfræðipróf, skrifaði sög...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi  


Ég gerði margt skemmtilegt í vikunni, sumt var svolítið erfitt eins og taka próf en ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég fór í málfræðipróf, skrifaði sögu í ritun, fór í hraðlestrarpróf, vandaði mig mjög mikið í skriftarprófi, svo fór ég líka í stærðfræðipróf og skrifaði ýmist orð og setningar í stafsetningaprófinu.


Ég (1. bekkur) kláraði loksins veggmyndina mína um Búkollu. En sagan er um kú sem hét Búkolla og svo kom tröllskessu sem stal henni og fór  með hana í hellinn sinn. Sonur karls og kerlingar var rekin af stað til að leita hennar. Á heimleiðinni lenti hann ásamt Búkollu í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

 

Ég (2. bekkur) vann í veggmyndinni minni um blómin á þakinu en náði því miður ekki að klára hana, svo vann ég aðeins í sögunni minni um hana Gunnjónu. En Gunnjóna er aðalpersónan í sögunni, hún ákveður að flytja úr sveitinni sinni í borgina. Hún flytur í blokk og í blokkinni býr mjög forvitinn krakki sem fylgist með því hvernig henni gengur að aðlagast borgarlífinu.  Gunnjóna þurfti að skilja nánast öll dýrin sín eftir á næsta sveitabæ, en þegar henni fer að leiðast nær hún í eitthvað af dýrunum sínum. Hún nær meðal annars í hænurnar og geymir þær í  aukaherberginu sem hún hefur. Hún útbýr fyrir þær inngang af svölunum svo að þær séu ekki að skottast inni í stofunni hennar.

 

Hænurnar okkar hafa stækkar alveg heilmikið, ég er dugleg/ur að halda á þeim og klappa. Þeim finnst mjög notalegt þegar ég les fyrir þær, þá sofna þær alltaf.


Ég kláraði sundprófið mitt og það gekk ágætlega. Krakkarnir í vorskólanum komu með mér í sund og saman lékum við okkur í allskyns leikjum. Á síðasta miðvikudag fór ég svo í fatasund og það var geggjað gaman.

Ég endaði svo vikuna á því að fara í heimsókn í sveitina til Þóreyjar. Ég sá nokkrar kindur bera, nokkrar kindur voru þrílembdar og Ragnar þurfti að venja lamb undir aðra kind sem var einlembd og gekk það bara vel. Ég spilaði aðeins  körfubolta og svo bauð Sigga mér í kökur. Þegar ég hafði borðar nægju mína fór ég ásamt hinum í bekknum í fjöruferð. Það var alveg rosalega skemmtilegt og ég fann allskonar fjörugull. Mamma það væri kannski ráðlegt að þú skoðaðir aðeins í vasana á úlpunni minni þeir geta nefnilega verið fullir af fjársjóðum.

    

Þetta er búið að vera skemmtileg vika og ég er búin/n að vera algjörlega til fyrirmyndar.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  

Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)

 

 


 

 

     

Til baka í yfirlit