Fréttir og tilkynningar


Fjárhagsáætlun 2012 - hugmyndir óskast
Sveitarfélagið Strandabyggð leggur áhersla á að halda áfram þróun og uppbyggingu á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á til eflingar lífsgæða íbúa Strandabyggðar. Til að svo megi vera reynir á skapandi hugsun og aðhaldssemi sveitarstjórnar, nefnda og alls þess öfluga fólks sem starfar hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur einnig eftirfarandi að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar 2012:
-Viðhalda þjónustustigi grunnþjónustu sveitarfélagsins
-Halda áfram að ná niður rekstrarkostnaði starfseininga Strandabyggðar
-Halda yfirvinnu í lágmarki í starfseiningum Strandabyggðar

Fróðleiksmolar um ADHD frá félagsmálastjóra

Breytingar í stoðkerfi atvinnu og byggða á Vestfjörðum

Tilraunaeldhús - áhugasamir hvattir til að sækja um

Vissir þú... Fróðleiksmolar um ADHD

Jólaföndur Foreldrafélagsins mánudaginn 28. nóvember
Í ár ætlum við að mála á keramik:
- Fólki gefst kostur á að kaupa eina keramikstyttu til þess að mála á kr. 1.500.
- Innifalið í verði er afnot af málningu og penslum sem verða á staðnum (ef að fólk á pensla má það gjarnan hafa þá meðferðis).
- Ef að fólk vill koma og föndra eitthvað annað er það velkomið, t.d jólakort eða það sem fólki dettur í hug.

Ljósmyndasýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

Starf forstöðumanns/bókavarðar Héraðs- og skólabókasafns

Umsókn um útvíkkun og stækkun á eldisleyfi í Ísafjarðardjúpi

Alfa og Omega

Áfallateymi skipað í Strandabyggð
Aðalmenn
Anna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur
Arnar Jónsson tómstundafulltrúi
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri
Sigríður Óladóttir prestur
Victor Örn Victorsson fyrrverandi skólastjóri
Varamenn
Hildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri
Hlíf Hrólfsdóttir sérkennslu- og deildarstjóri
Sverrir Guðmundsson lögreglumaður
Breyting á skólastarfi vegna námskeiðs starfsmanna

Laust starf í íþróttamiðstöð veturinn 2011 - 2012
Helstu verkefni:
- Afgreiðslustörf
- Baðvarsla í kvennaklefa
- Létt þrif
- Sundlaugarvarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin

Breytingar á nefndum og fundartíma sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á sveitarstjórnarfundi 1190 sem haldinn var í gær, þær breytingar á samþykktum sveitarfélagsins að sveitarstjórnarfundir verði haldnir mánaðarlega, annan þriðjudag í mánuði og hefjast fundirnir kl. 16:00. Sveitarstjórn samþykkti einnig breytingar á nefndum sveitarfélagsins en þeim hefur verið fækkað úr 7 í 5. Sveitarstjórnarfulltrúar eru formenn nefndanna fyrir utan Velferðarnefnd, sem er sameiginleg nefnd sveitarfélaga á Ströndum og Reykhólahreppi. Markmið með breytingunum er að efla upplýsingaflæði milli nefnda og sveitarstjórnar, deifa ábyrgð, auka skilvirkni og ná fram sparnaði í rekstri sveitarfélagsins.

ADHD-vitundarvika í Grunnskólanum á Hólmavík
Ljósmyndataka
Atvinnumála- og hafnarnefnd - 21. nóvember 2011

Hundahreinsun á Hólmavík

ADHD vika

Skemmtileg söfnun fyrir bæði ungmenni og eldri borgara
Viðar Guðmundsson organisti og kórstjóri í Hólmavíkurkirkju með meiru hefur ýtt af stað söfnun til að kaupa og setja upp varanlegan útsendingarbúnað úr Hólmavíkurkirkju yfir í Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík með möguleika á útsendingum í Bragganum. Með þessu gefst eldri íbúum tækifæri til að fylgjast bæði með athöfnum og þeim fjölmörgu viðburðum sem fram fara í Hólmavíkurkirkju á flatskjá í setustofunni á Heilbrigðisstofnuninni. Lionsklúbbur Hólmavíkur er einn af þeim aðilum sem munu leigja borð af Danmerkurförum í Kolaportinu og selja muni til styrktar söfnun Viðars.

Dagur íslenskrar tungu :)
Dagskrá sveitarstjórnarfundar 1190
18/11 - Þetta höfum við verið að vinna upp á síðkastið.
Náttúrufræði 17. nóvember
Stærðfræði og náttúrufræði 14. - 18. nóvember
Vikurnar 7.-11.nóvember og 14. - 18. nóvember

Framkvæmdir hefjast í Þróunarsetrinu í dag
Fjölnýtanlegt rými - umsóknir um skrifstofur
Móttaka sveitarfélagsins Strandabyggðar mun færast niður á neðstu hæðina auk þess sem þar verður fundaraðstaða fyrir nefndir og sveitarstjórn og aðra þá sem þurfa að leigja fundaraðstöðu og fjarfundabúnað fyrir stærri og smærri fundi. Þá verður kennslurými á neðstu hæðinni fyrir fræðslu og námskeið sem og fyrirhugaða framhaldsdeild á Hólmavík.